Vilja svör um hagkvæmni Vaðlaheiðarganga 17. mars 2011 06:30 Mörður Árnason Mikilvægt er að skattborgararnir borgi ekki allt saman eftir að áætlanir bíða skipbrot, segir Mörður Árnason um Vaðlaheiðargöng.Fréttablaðið/Auðunn Sigmundur Ernir Rúnarsson Formaður samgöngunefndar Alþingis, Björn Valur Gíslason úr Vinstri grænum, hefur fallist á beiðni Marðar Árnasonar úr Samfylkingunni um sérstakan fund um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Vegagerðin og félag heimamanna norðan heiða, Greið leið, hafa stofnað nýtt hlutafélag um göngin. Þeir áætla að göngin kosti 10,4 milljarða króna, sem fáist inn með veggjöldum í framtíðinni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda dregur útreikningana í efa og kveðst óttast að skattgreiðendur borgi hluta kostnaðarins og missi í staðinn af samgönguframkvæmdum sem félagið telur brýnni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, ræddu í gær Vaðlaheiðargöngin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni. Sagði Runólfur Sigmund þar vera „kjördæmapotara“ vegna stuðnings við málið. Sigmundur sagði málflutning Runólfs fáránlegan. Boða á Runólf og Hrein Haraldsson, vegamálastjóra og fulltrúa frá Vaðlaheiðargöngum, á áðurnefndan fund samgöngunefndar, að því er Mörður Árnason upplýsir á bloggsíðu sinni. „Það verður fróðlegt að heyra í þessum mönnum svara spurningum um hagkvæmni og forgangsröð – og auðvitað mikilvægast að svo sé gengið frá að ekki verði farin hin klassíska íslenska leið og skattborgararnir látnir borga allt saman eftir að hver áætlunin af annarri hefur beðið skipbrot,“ skrifar Mörður, sem kveðst munu verða „jákvæður þangað til ástæða reynist til annars“.- garRunólfur Ólafsson Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson Formaður samgöngunefndar Alþingis, Björn Valur Gíslason úr Vinstri grænum, hefur fallist á beiðni Marðar Árnasonar úr Samfylkingunni um sérstakan fund um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Vegagerðin og félag heimamanna norðan heiða, Greið leið, hafa stofnað nýtt hlutafélag um göngin. Þeir áætla að göngin kosti 10,4 milljarða króna, sem fáist inn með veggjöldum í framtíðinni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda dregur útreikningana í efa og kveðst óttast að skattgreiðendur borgi hluta kostnaðarins og missi í staðinn af samgönguframkvæmdum sem félagið telur brýnni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, ræddu í gær Vaðlaheiðargöngin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni. Sagði Runólfur Sigmund þar vera „kjördæmapotara“ vegna stuðnings við málið. Sigmundur sagði málflutning Runólfs fáránlegan. Boða á Runólf og Hrein Haraldsson, vegamálastjóra og fulltrúa frá Vaðlaheiðargöngum, á áðurnefndan fund samgöngunefndar, að því er Mörður Árnason upplýsir á bloggsíðu sinni. „Það verður fróðlegt að heyra í þessum mönnum svara spurningum um hagkvæmni og forgangsröð – og auðvitað mikilvægast að svo sé gengið frá að ekki verði farin hin klassíska íslenska leið og skattborgararnir látnir borga allt saman eftir að hver áætlunin af annarri hefur beðið skipbrot,“ skrifar Mörður, sem kveðst munu verða „jákvæður þangað til ástæða reynist til annars“.- garRunólfur Ólafsson
Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira