Innlent

Forsætisráðherra segir framganginn í dómskerfinu dapurlegan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að níumenningarnir beri ekki ábyrgð á því ástandi sem skapaðist í landinu.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að níumenningarnir beri ekki ábyrgð á því ástandi sem skapaðist í landinu.

„Mikið finnst mér dapurlegt að einu réttarhöldin í tengslum við hrunið sem eithvað kveður að enn um sinn, séu vegna 9 menninganna svo nefndu," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Aðalmeðferð í máli níumenninganna hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhanna segir að fésbókarsíðu sinni að það sé fráleitt að þetta unga fólk hafi gegnt einhverju lykilhlutverki í því erfiða ástandi sem hér ríkti í kjölfar hrunsins eða að aðgerðir þess hafi ógnað stjórnskipan landsins.

Jóhanna segir að ofbeldi eigi aldrei að líða en það hafi ekki verið gjörðir þessa fólks sem ógnuðu þjóðinni á þessum tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.