Enski boltinn

Reina gæti farið frá Liverpool fyrir rétt tæplega fjóra milljarða kr.

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Fernando Torres fór frá Liverpool fyrir um 9,2 milljarða kr. og hér heilsar hann fyrrum liðsfélaga sínum Pepe Reina markverði Liverpool.
Fernando Torres fór frá Liverpool fyrir um 9,2 milljarða kr. og hér heilsar hann fyrrum liðsfélaga sínum Pepe Reina markverði Liverpool. Nordic Photos/Getty Images

Miklar vangaveltur hafa verið að undanförnu um framtíð spænska markvarðarins Pepe Reina hjá Liverpool. Reina skrifaði undir „risasamning" við enska liðið s.l. sumar og fær hann um 15 milljónir kr. í laun á viku eða 80.000 pund. Í þeim samningi er ákvæði sem gerir honum kleift að fara ef eitthvað lið er tilbúið að kaupa hann fyrir 20 milljónir punda eða meira - 3,7 milljarða kr.

Manchester United er eitt þeirra liða sem talið er hafa áhuga á Reina en liðið leitar að eftirmanni Edwin Van der Sar sem ætlar að hætta í fótbolta eftir þessa leiktíð.

Manuel Neuer er einnig orðaður við Man Utd en hann er markvörður Schalke í Þýskalandi. Schalke hefur unnið að því að gera breytingar á samningi Neuer við félagið en hann gat farið frá þýska liðinu ef tilboð upp á 12 milljón pund berst frá einhverju liði - sem gerir um 2,4 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×