Lífið

Flottustu konur Hollywood mættu til Elle

Heiðursgesturinn Barbara Streisand ásamt þeim Jennifer Aniston, Robbie Myers ritstjóra Elle, Stacey Snider, Freidu Pinto og Evan Rachel Wood.
Heiðursgesturinn Barbara Streisand ásamt þeim Jennifer Aniston, Robbie Myers ritstjóra Elle, Stacey Snider, Freidu Pinto og Evan Rachel Wood. Nordicphotos/Getty
Tímaritið Elle heiðraði á dögunum konur í Hollywood og létu margar af flottustu konum kvikmyndabransans sjá sig á rauða dreglinum. Barbara Streisand tók við heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmynda og tónlistar en það var leikstjórinn Kathryn Bigelow sem afhenti Streisand verðlaunin.

Jennifer Aniston fékk einnig verðlaun en hún klæddist stuttum og flegnum silfurlituðum kjól og blés um leið á kjaftasögur þess efnis að hún sé barnshafandi en kærasti hennar, Justin Theroux, var einnig viðstaddur. Leikkonurnar Reese Witherspoon og Evan Rachel Wood tóku einnig við viðurkenningu sem og ungstirnið Elizabeth Olsen sem var valin efnilegust í Hollywood af tímaritinu.

Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.