Landaði auðmjúkum Schwarzenegger í mynd sína 14. september 2011 07:00 Eva María Daniels segir Bandaríkjamenn elska endurkomur og aðkoma Arnolds Schwarzenegger að myndinni Captive hefur skapað mikla fjölmiðlaumræðu. Arnold kemur í staðinn fyrir Robert De Niro sem upphaflega átti að fara með hlutverk fasteignasalans í Captive.Nordicphotos/Getty „Ég var ekki neitt svakalega spennt þegar nafnið hans kom fyrst upp," segir Eva María Daniels framleiðandi, en enginn annar en Arnold Schwarzenegger hefur tekið að sér að leika aðalhlutverk í mynd hennar, Captive. Myndin er sú fyrsta sem Eva María þróaði sjálf frá grunni en það þýðir að hún valdi handritshöfund til að skrifa handritið frá hugmynd ásamt því að finna fjármagn, leikara og tökulið í myndina. Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um arkitekt, Schwarzenegger, sem býr í Brasilíu og er rænt og haldið í gíslingu í 40 daga. Tökur fara fram á næsta ári og Eva María segist aldrei hafa unnið með jafnmikið fjármagn í einni mynd. Hún hefur úr 30 milljónum dollara að moða í þetta sinn sem hún segir að séu samt fljótir að fara í svona stórri framleiðslu. „Þessi mynd er búin að vera í vinnslu hjá mér lengi og upphaflega átti Robert De Niro að leika aðalhlutverkið. Hann var búinn að vinna með okkur í sex mánuði og þróa karakterinn sinn með okkur," segir Eva María. Því miður gat De Niro ekki tekið að sér hlutverkið og var það umboðsmaður Schwarzeneggers sem hafði samband við Evu Maríu og meðframleiðenda hennar, Michael London, en hann framleiddi myndir á borð við Sideways og Milk. „Kvikmyndaheimurinn er lítill og þegar gott handrit er í boði vita allir af því. Arnold hefur verið mjög umdeildur hérna og skapar ekki endilega jákvæða umræðu um myndina, en Bandaríkjamenn elska endurkomur og þetta verður vonandi endurkoma hans á hvíta tjaldið og fólk fær að sjá hann í nýju ljósi," segir Eva María og bætir við að leikarinn frægi og fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu hafi komið mjög vel fyrir í prufunum. „Hann er auðmjúkur í framkomu og hefur greinilega gengið í gegnum erfiða tíma. Hann var líka minni en ég hélt og þetta hlutverk er ekki týpískt fyrir hann," segir Eva María en fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt mikið um aðkomu Schwarzeneggers að myndinni en hann er eini leikarinn sem búið er að staðfesta enn sem komið er. „Já, þetta skapar óneitanlega mikið umtal um myndina sem er ágætt." Eva María er þessa dagana stödd í New York þar sem hún er við tökur á myndinni What Maisie Knew sem skartar þeim Juliönnu Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Þegar við byrjuðum í tökum í sumar var ég viss um að Moore yrði mesta stjarnan en það er sko aldeilis ekki því ljósmyndararnir og pressan hérna láta Alex ekki vera. Hann er greinilega mjög heitur um þessar mundir," segir Eva María hlæjandi og bætir við að það komi samt á óvart hversu jarðbundinn leikarinn er en Skarsgård skaust upp á stjörnuhimininn eftir sjónvarpsþáttaröðina True Blood. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Arnold kemur í staðinn fyrir Robert De Niro sem upphaflega átti að fara með hlutverk fasteignasalans í Captive.Nordicphotos/Getty „Ég var ekki neitt svakalega spennt þegar nafnið hans kom fyrst upp," segir Eva María Daniels framleiðandi, en enginn annar en Arnold Schwarzenegger hefur tekið að sér að leika aðalhlutverk í mynd hennar, Captive. Myndin er sú fyrsta sem Eva María þróaði sjálf frá grunni en það þýðir að hún valdi handritshöfund til að skrifa handritið frá hugmynd ásamt því að finna fjármagn, leikara og tökulið í myndina. Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um arkitekt, Schwarzenegger, sem býr í Brasilíu og er rænt og haldið í gíslingu í 40 daga. Tökur fara fram á næsta ári og Eva María segist aldrei hafa unnið með jafnmikið fjármagn í einni mynd. Hún hefur úr 30 milljónum dollara að moða í þetta sinn sem hún segir að séu samt fljótir að fara í svona stórri framleiðslu. „Þessi mynd er búin að vera í vinnslu hjá mér lengi og upphaflega átti Robert De Niro að leika aðalhlutverkið. Hann var búinn að vinna með okkur í sex mánuði og þróa karakterinn sinn með okkur," segir Eva María. Því miður gat De Niro ekki tekið að sér hlutverkið og var það umboðsmaður Schwarzeneggers sem hafði samband við Evu Maríu og meðframleiðenda hennar, Michael London, en hann framleiddi myndir á borð við Sideways og Milk. „Kvikmyndaheimurinn er lítill og þegar gott handrit er í boði vita allir af því. Arnold hefur verið mjög umdeildur hérna og skapar ekki endilega jákvæða umræðu um myndina, en Bandaríkjamenn elska endurkomur og þetta verður vonandi endurkoma hans á hvíta tjaldið og fólk fær að sjá hann í nýju ljósi," segir Eva María og bætir við að leikarinn frægi og fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu hafi komið mjög vel fyrir í prufunum. „Hann er auðmjúkur í framkomu og hefur greinilega gengið í gegnum erfiða tíma. Hann var líka minni en ég hélt og þetta hlutverk er ekki týpískt fyrir hann," segir Eva María en fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt mikið um aðkomu Schwarzeneggers að myndinni en hann er eini leikarinn sem búið er að staðfesta enn sem komið er. „Já, þetta skapar óneitanlega mikið umtal um myndina sem er ágætt." Eva María er þessa dagana stödd í New York þar sem hún er við tökur á myndinni What Maisie Knew sem skartar þeim Juliönnu Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Þegar við byrjuðum í tökum í sumar var ég viss um að Moore yrði mesta stjarnan en það er sko aldeilis ekki því ljósmyndararnir og pressan hérna láta Alex ekki vera. Hann er greinilega mjög heitur um þessar mundir," segir Eva María hlæjandi og bætir við að það komi samt á óvart hversu jarðbundinn leikarinn er en Skarsgård skaust upp á stjörnuhimininn eftir sjónvarpsþáttaröðina True Blood. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira