Lífið

Dansinn sem allir eiga að geta lært

Alþjóða dansdagurinn er í dag. Hátíðarhöld verða á Ísafirði, Akureyri og í höfuðborginni en dagskrá hefst í Smáralind klukkan 17.

Í tilefni dagsins var saminn hip hop dans sem ætlunin er að dansa á öllum hátíðunum. Ísland í dag kíkti á krakka í Dans Center sem fluttu lengri útgáfu af dansinum eins og sjá má hér fyrir ofan.

Aðstandendur dagsins segja að allir eigi að geta lært dansinn. Þeir sem vilja negla sporin geta einnig kíkt á kennslumyndband sem sett var á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.