Fleiri vilja niðurskurð en skattahækkanir 1. mars 2011 09:00 Meirihluti landsmanna vill frekar að ríki og sveitarfélög skeri niður þjónustu en að þau hækki skatta og álögur vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 62,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni að frekar ætti að beita niðurskurði. Um 37,1 prósent vildi frekar skattahækkanir. Mikill meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en Vinstri grænna vill frekar niðurskurð en skattahækkanir. Af þeim sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust ríflega 77 prósent frekar vilja niðurskurð. Sama sagði tæplega 61 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og 60 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn Vinstri grænna skáru sig úr hópnum. Í þeim hópi vildu aðeins tæplega 22 prósent frekar niðurskurð, en rúmlega 78 prósent sögðust frekar vilja skattahækkanir. Ekki reyndist marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Talsverður munur var á svörum kynjanna. Tæplega 60 prósent kvenna kjósa frekar niðurskurð en skattahækkanir en ríflega 66 prósent karla. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að vilja frekar niðurskurð en skattahækkanir. Alls vilja tæplega 66 prósent borgarbúa frekar niðurskurð, en ríflega 58 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort finnst þér að eigi heldur að beita niðurskurði eða skattahækkunum í glímu ríkis og sveitarfélaga við erfiða fjárhagsstöðu? Alls tóku 52,6 prósent afstöðu. - bj Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Meirihluti landsmanna vill frekar að ríki og sveitarfélög skeri niður þjónustu en að þau hækki skatta og álögur vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 62,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni að frekar ætti að beita niðurskurði. Um 37,1 prósent vildi frekar skattahækkanir. Mikill meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en Vinstri grænna vill frekar niðurskurð en skattahækkanir. Af þeim sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust ríflega 77 prósent frekar vilja niðurskurð. Sama sagði tæplega 61 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og 60 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn Vinstri grænna skáru sig úr hópnum. Í þeim hópi vildu aðeins tæplega 22 prósent frekar niðurskurð, en rúmlega 78 prósent sögðust frekar vilja skattahækkanir. Ekki reyndist marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Talsverður munur var á svörum kynjanna. Tæplega 60 prósent kvenna kjósa frekar niðurskurð en skattahækkanir en ríflega 66 prósent karla. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að vilja frekar niðurskurð en skattahækkanir. Alls vilja tæplega 66 prósent borgarbúa frekar niðurskurð, en ríflega 58 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort finnst þér að eigi heldur að beita niðurskurði eða skattahækkunum í glímu ríkis og sveitarfélaga við erfiða fjárhagsstöðu? Alls tóku 52,6 prósent afstöðu. - bj
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira