Skandínavar sjúkir í ljósblátt sjónvarpsefni 1. september 2011 12:00 Kungarna av Tylösand hneyksluðu Svía fyrir ári enda var allt látið flakka í þeirri þáttaröð. Á myndinni eru Rang "Biskit", Camilla "Miss Cami", Nathalie " DJ Nathalie", Nemo, Emelie "EM", Erica "Lapdance", Joakim "Jockiboi" og James " El Machinero". Mynd/Magnus Selander/Kanal 5 Skandínavískir sjónvarpsþættir hafa alltaf notið mikilla vinsælda hér á landi og margir eru eflaust þeirrar skoðunar að Norðmenn, Svíar og Danir ættu að vera fyrirmyndir íslenskra sjónvarpsstöðva. Þeir eiga sér hins vegar sínar dökku hliðar. Kongerne af Marielyst er heitið á nýrri raunveruleikaseríu sem er að gera allt vitlaust í Danmörku. Í henni er fylgst með átta dönskum ungmennum skemmta sér á hinum vinsæla sumarleyfisstað Marielyst. Krakkarnir átta láta allt eftir sér í glæsilegu húsi við ströndina, það er drukkið ótæpilega og fólk er ekki feimið við að stunda kynlíf. „Ég sef hjá einni stelpu um hverja helgi," lét Knaldperlen hafa eftir sér í samtali við dönsk blöð en hann er ein aðalstjarna þáttanna. Nafnið Knaldperlen væri hægt að þýða á íslensku sem Bólfarabósann. Og hinir þátttakendurnir hugsa á svipaðan hátt; líf þeirra fyrir framan tökuvélarnar gengur einna helst út á að torga eins miklu áfengi og mögulegt er og láta síðan kylfu ráða kasti. En Danirnir eru ekki að finna upp hjólið með þessum þætti því Svíarnir höfðu fetað þessa braut í fyrra með raunveruleikaþættinum Kungarna av Tylösand, sem átti að vera sænska útgáfan af Jersey Shore. Þátturinn gerði allt brjálað í Svíþjóð, sænsku blöðin gagnrýndu hann harðlega og Twitter-notendur fóru hamförum í kringum lokaþáttinn; taldar voru 340 þúsund færslur og flestir voru sammála um að þetta væri botninn í sænsku sjónvarpi. En það vantaði ekki áhorfendurna þegar stjörnur þáttarins mökuðust og supu af stút fyrir framan tökuvélarnar.Kongerne af Marielyst hafa slegið í gegn í dönsku sjónvarpi en þeir eru gerðir eftir fyrirmynd Kungarna av Tylösand. Báðar þessar þáttaraðir voru framleiddar til höfuðs Paradise Hotel sem notið hafa mikilla vinsælda í Noregi, Finnlandi og Danmörku. Frægasta parið úr dönsku þáttunum var án nokkurs vafa turtildúfurnar Peter og Amalie en þau skildu eftir fjörutíu daga hjónaband.Báðar þáttaraðirnar voru framleiddar af sömu ástæðu; að veita raunveruleikaþáttaröðinni Paradise Hotel verðuga samkeppni. Paradise Hotel hefur slegið í gegn hjá Norðmönnum, Svíum og Dönum og ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra þátta. Nýjar þáttaraðir fara í loftið í haust í löndunum þremur. Söguþráðurinn er sá sami; ungmennum er flogið í draumaveröld þar sem áfengi drýpur af hverju strái, konurnar skarta oftast sílikoni og karlarnir eru velþjálfaðir og sólbrúnir. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera alltaf til í tuskið. Raunverulegt markmið er óljóst en tilgangurinn augljós; að framleiða ljósblátt sjónvarpsklám. Og það er ekkert lát á framleiðslu raunveruleikaþátta og þá sérstaklega í Danmörku. TV 3 ætlar að ögra áhorfendum og bjóða þeim upp á eitthvað sem þeir hafa ekki áður séð. Tíu dönskum ungmennum hefur verið flogið til Tyrklands þar sem þau munu matast, drekka og njóta lystisemda holdsins. En þau taka jafnframt þátt í einstökum leik því þeim verður gert að velja milli kosta sem reyna á þá bæði líkamlega og andlega. Stiklan minnir eilítið á hryllingsmynd og ljóst að framleiðendurnir ætla að ganga einu skrefi lengra en tíðkast hefur í skandinavísku raunveruleikasjónvarpi til að laða áhorfendur að sjónvarpsskjánum. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hált ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira
Skandínavískir sjónvarpsþættir hafa alltaf notið mikilla vinsælda hér á landi og margir eru eflaust þeirrar skoðunar að Norðmenn, Svíar og Danir ættu að vera fyrirmyndir íslenskra sjónvarpsstöðva. Þeir eiga sér hins vegar sínar dökku hliðar. Kongerne af Marielyst er heitið á nýrri raunveruleikaseríu sem er að gera allt vitlaust í Danmörku. Í henni er fylgst með átta dönskum ungmennum skemmta sér á hinum vinsæla sumarleyfisstað Marielyst. Krakkarnir átta láta allt eftir sér í glæsilegu húsi við ströndina, það er drukkið ótæpilega og fólk er ekki feimið við að stunda kynlíf. „Ég sef hjá einni stelpu um hverja helgi," lét Knaldperlen hafa eftir sér í samtali við dönsk blöð en hann er ein aðalstjarna þáttanna. Nafnið Knaldperlen væri hægt að þýða á íslensku sem Bólfarabósann. Og hinir þátttakendurnir hugsa á svipaðan hátt; líf þeirra fyrir framan tökuvélarnar gengur einna helst út á að torga eins miklu áfengi og mögulegt er og láta síðan kylfu ráða kasti. En Danirnir eru ekki að finna upp hjólið með þessum þætti því Svíarnir höfðu fetað þessa braut í fyrra með raunveruleikaþættinum Kungarna av Tylösand, sem átti að vera sænska útgáfan af Jersey Shore. Þátturinn gerði allt brjálað í Svíþjóð, sænsku blöðin gagnrýndu hann harðlega og Twitter-notendur fóru hamförum í kringum lokaþáttinn; taldar voru 340 þúsund færslur og flestir voru sammála um að þetta væri botninn í sænsku sjónvarpi. En það vantaði ekki áhorfendurna þegar stjörnur þáttarins mökuðust og supu af stút fyrir framan tökuvélarnar.Kongerne af Marielyst hafa slegið í gegn í dönsku sjónvarpi en þeir eru gerðir eftir fyrirmynd Kungarna av Tylösand. Báðar þessar þáttaraðir voru framleiddar til höfuðs Paradise Hotel sem notið hafa mikilla vinsælda í Noregi, Finnlandi og Danmörku. Frægasta parið úr dönsku þáttunum var án nokkurs vafa turtildúfurnar Peter og Amalie en þau skildu eftir fjörutíu daga hjónaband.Báðar þáttaraðirnar voru framleiddar af sömu ástæðu; að veita raunveruleikaþáttaröðinni Paradise Hotel verðuga samkeppni. Paradise Hotel hefur slegið í gegn hjá Norðmönnum, Svíum og Dönum og ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra þátta. Nýjar þáttaraðir fara í loftið í haust í löndunum þremur. Söguþráðurinn er sá sami; ungmennum er flogið í draumaveröld þar sem áfengi drýpur af hverju strái, konurnar skarta oftast sílikoni og karlarnir eru velþjálfaðir og sólbrúnir. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera alltaf til í tuskið. Raunverulegt markmið er óljóst en tilgangurinn augljós; að framleiða ljósblátt sjónvarpsklám. Og það er ekkert lát á framleiðslu raunveruleikaþátta og þá sérstaklega í Danmörku. TV 3 ætlar að ögra áhorfendum og bjóða þeim upp á eitthvað sem þeir hafa ekki áður séð. Tíu dönskum ungmennum hefur verið flogið til Tyrklands þar sem þau munu matast, drekka og njóta lystisemda holdsins. En þau taka jafnframt þátt í einstökum leik því þeim verður gert að velja milli kosta sem reyna á þá bæði líkamlega og andlega. Stiklan minnir eilítið á hryllingsmynd og ljóst að framleiðendurnir ætla að ganga einu skrefi lengra en tíðkast hefur í skandinavísku raunveruleikasjónvarpi til að laða áhorfendur að sjónvarpsskjánum. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hált ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira