Enski boltinn

Reina útilokar ekki að fara til Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pepe Reina.
Pepe Reina.

Brotthvarf Fernando Torres frá Liverpool til Chelsea hefur sýnt mönnum að ekkert er ómögulegt. Þess vegna er enn verið að ræða þann möguleika að Man. Utd kaupi markvörðinn Pepe Reina frá Liverpool. Markvörðurinn sjálfur neitar að útiloka þann möguleika.

United er í leit að nýjum framtíðarmarkverði þar sem Edwin van der Sar mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið.

Reina hefur lengi verið nefndur sem arftaki Van der Sar ásamt mörgum öðrum.

"Van der Sar er að hætta og þess vegna eru þeir að leita að nýjum markverði. Ég get ekkert gert í því og get í raun ekki tjáð mig um málið þar sem ég er samningsbundinn Liverpool," sagði Reina við spænska útvarpsstöð.

"Auðvitað vill maður vera í liði sem keppir um titla. Ég var í þannig liði en því miður hafa hlutirnir ekki gengið upp síðustu árin. Ég lýg samt ekki. Ég vil spila í Meistaradeildinni og keppa um titla."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×