Fótbolti

Ferguson: Vináttulandsleikir eru tímasóun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að þeir fjölmörgu vináttulandsleikir sem fara fram þessa dagana vera algera tímasóun.

Ferguson hefur fullan skilning á því að leikmenn spili landsleiki sem hafi einhverja þýðingu en að vináttuleikir falli ekki undir þann flokk.

„Ég er fylgjandi því að leikmenn taki þátt í stórmótum eins og EM og HM,“ sagði hann í viðtali við bandaríska útvarpsstöð.

„En hvað mig varðar eru vináttulandsleikir tímasóun og það hef ég alltaf sagt.“

„Ég skil vel sjónarmið landsliðsþjálfarans sem þarf tíma til að móta sitt lið og koma sínu til skila. Ég hef fullan skilning á því.“

„En fyrir hvern einasta vináttulandsleik eru alltaf sex eða sjö leikmenn sem draga sig úr hópnum og því er þetta oftar en ekki tilgangslaust þar sem að leikmennina vantar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×