Fréttaskýring: Skýr verkaskipting um fyrirsvar Icesave 21. desember 2011 10:45 Ýmsir hafa viljað að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, fari með Icesave-málið fyrir EFTA-dómstóli. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnar og forsetaúrskurði verður málið á forræði Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Mynd frá apríl 2009. fréttablaðið/gva Vínarsáttmálinn kveður á um að aðeins sé á valdi utanríkisráðuneytisins að koma fram gagnvart EFTA-dómstólnum. Í samræmi við forsetaúrskurð og málsvarnaráætlun sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram í apríl. Hvernig er stjórnskipan varðandi Iceave-dómsmál? Utanríkisráðuneytið verður í fyrirsvari vegna dómsmáls ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á hendur Íslendingum hjá EFTA-dómstólnum. Nokkur umræða hefur skapast um málið að undanförnu og hafa ýmsir talið að efnahags- og viðskiptaráðherra ætti að vera í fyrirsvari í málinu. Úr málinu var skorið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Í raun ætti ekki að koma neinum á óvart að þetta sé niðurstaðan. Samkvæmt Vínarsáttmálanum, frá 1969, er aðeins á valdi utanríkisráðuneytisins að koma fram gagnvart dómstólnum eða veita öðrum umboð til þess. Ráðuneytið hefur farið fram í öllum málum gegn ríkisstjórn Íslands varðandi samningsbrot á EES-samningnum. Hið sama gildir um önnur aðildarríki samningsins. Efnahags- og viðskiptaráðherra lagði, ásamt utanríkisráðherra, fram í ríkisstjórn málsvarnaráætlun Íslands í málinu 12. apríl. Þar var kveðið á um að ef til málshöfðunar kæmi væri það utanríkisráðuneytið sem færi með fyrirsvarið í málsvörninni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf út forsetaúrskurð 28. september um verkaskiptingu í Stjórnarráðinu. Þar eru skráð þau verkefni sem hvert ráðuneyti á að sinna. Samkvæmt þeim úrskurði heyra samningar við önnur ríki og framkvæmd tiltekinna samninga undir utanríkisráðuneytið, sem og aðild landsins að alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Til þessa er vísað í minnisblaði forsætisráðuneytisins varðandi málið, sem lagt var fram í ríkisstjórn í gær. Þar segir að dómsmálið snúist um grundvallaratriði varðandi túlkun og áhrif EES-samningsins. Þá sé það höfðað fyrir alþjóðastofnun sem utanríkisráðherra sé einn í fyrirsvari gagnvart. Það hefði því verið brot á venjunni ef málið hefði verið tekið úr höndum utanríkisráðherra og sett í hendur efnahags- og viðskiptaráðherra, auk þess sem það hefði brotið í bága við forsetaúrskurðinn. Þá hefði það verið taktískur viðsnúningur á málsvarnaráætlun sem samþykkt var í ríkisstjórn í apríl. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Vínarsáttmálinn kveður á um að aðeins sé á valdi utanríkisráðuneytisins að koma fram gagnvart EFTA-dómstólnum. Í samræmi við forsetaúrskurð og málsvarnaráætlun sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram í apríl. Hvernig er stjórnskipan varðandi Iceave-dómsmál? Utanríkisráðuneytið verður í fyrirsvari vegna dómsmáls ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á hendur Íslendingum hjá EFTA-dómstólnum. Nokkur umræða hefur skapast um málið að undanförnu og hafa ýmsir talið að efnahags- og viðskiptaráðherra ætti að vera í fyrirsvari í málinu. Úr málinu var skorið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Í raun ætti ekki að koma neinum á óvart að þetta sé niðurstaðan. Samkvæmt Vínarsáttmálanum, frá 1969, er aðeins á valdi utanríkisráðuneytisins að koma fram gagnvart dómstólnum eða veita öðrum umboð til þess. Ráðuneytið hefur farið fram í öllum málum gegn ríkisstjórn Íslands varðandi samningsbrot á EES-samningnum. Hið sama gildir um önnur aðildarríki samningsins. Efnahags- og viðskiptaráðherra lagði, ásamt utanríkisráðherra, fram í ríkisstjórn málsvarnaráætlun Íslands í málinu 12. apríl. Þar var kveðið á um að ef til málshöfðunar kæmi væri það utanríkisráðuneytið sem færi með fyrirsvarið í málsvörninni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf út forsetaúrskurð 28. september um verkaskiptingu í Stjórnarráðinu. Þar eru skráð þau verkefni sem hvert ráðuneyti á að sinna. Samkvæmt þeim úrskurði heyra samningar við önnur ríki og framkvæmd tiltekinna samninga undir utanríkisráðuneytið, sem og aðild landsins að alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Til þessa er vísað í minnisblaði forsætisráðuneytisins varðandi málið, sem lagt var fram í ríkisstjórn í gær. Þar segir að dómsmálið snúist um grundvallaratriði varðandi túlkun og áhrif EES-samningsins. Þá sé það höfðað fyrir alþjóðastofnun sem utanríkisráðherra sé einn í fyrirsvari gagnvart. Það hefði því verið brot á venjunni ef málið hefði verið tekið úr höndum utanríkisráðherra og sett í hendur efnahags- og viðskiptaráðherra, auk þess sem það hefði brotið í bága við forsetaúrskurðinn. Þá hefði það verið taktískur viðsnúningur á málsvarnaráætlun sem samþykkt var í ríkisstjórn í apríl. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira