Innlent

Búið að kyrrsetja jarðir æðstu toppanna

Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþing afkomukynning 2Q08 höfuðstöðvar Kaupþing Borgartún
Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþing afkomukynning 2Q08 höfuðstöðvar Kaupþing Borgartún
Dómurinn frá því í gær staðfestir einnig kyrrsetningu sýslumannsins í Reykjavík á fimmtungseignarhlut Magnúsar í félaginu Hvítsstöðum. Það var slitastjórn Kaupþings sem fór fram á kyrrsetninguna svo að eitthvað fengist upp í 717 milljóna króna skuldina sem hann hefur nú verið dæmdur til að greiða.

Félagið Hvítsstaðir er í eigu allra helstu æðstráðenda úr gamla Kaupþingi. Hinir eigendurnir eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri samstæðunnar, Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri á Íslandi, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfir áhættustýringu bankans. Allir eiga þeir fimmtungshlut. Einn upprunalegra eigenda, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem var yfir eigin viðskiptum bankans, er ekki lengur í eigendahópnum.

Hvítsstaðir ehf. voru stofnaðir árið 2002 til að kaupa fjórar jarðir á Mýrum af Sparisjóði Mýrarsýslu. Samkvæmt ársreikningi eru eignir félagsins metnar á rúmar 400 milljónir en skuldirnar rúmar 1.100 milljónir. Verðmætasta eign félagsins er Langárfoss ehf., sem metinn er á 300 milljónir. Fram kemur í ársreikningi þess félags að það hafi hagnast um rúmar fimm milljónir í fyrra og er þar lagt til að arður verði greiddur úr félaginu.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru eignarhlutir allra mannanna fimm í Hvítsstöðum kyrrsettir í júní. Eignin var sú eina sem fannst á nafni Magnúsar á Íslandi, en hann er búsettur í Lúxemborg. Aðrar eignir hinna fjórmenninganna voru einnig kyrrsettar, og það sama er að segja um eignir fleiri Kaupþingsmanna sem standa í málaferlum við slitastjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×