Innlent

Leikskólagjöld hækka um tæp 33 þúsund á næsta ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Foreldrar með barn á leikskóla í Reykjavík mun greiða tæplega 33 þúsund krónum meira í leikskólagjöld á næsta ári en í ár. Samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar nemur gjaldskrárhækkun vegna leikskóla og frístundaheimila, svo og mataráskrift í grunnskóla, um 12-13% um næstu áramót. Hækkunin er í samræmi við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012.

Leikskólagjald fyrir átta stunda vistun verður frá og með 1. janúar 24.500 krónur á mánuði, en var áður 21.764 krónur. Engu að síður verða leikskólagjöld í Reykjavík áfram þau lægstu á landinu. Gjald fyrir frístundaheimili hækkar úr 10.040 krónur fyrir 5 daga dvöl í 11.300 krónur. Skólamáltíðin í mötuneyti grunnskóla hækkar úr 275 krónur í 310 krónur og verður mánaðargjaldið 6.200 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×