Innlent

Ákæran þingfest 10. janúar

Lárus Welding
Lárus Welding
Þriðja ákæra sérstaks saksóknara, á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi 10. janúar, samkvæmt dagskrá dómsins. Tvímenningunum verður þá gert að mæta og taka afstöðu til ákærunnar.

Ákæran var birt sakborningunum á föstudaginn. Í henni er þeim Lárusi, sem var forstjóri Glitnis, og Guðmundi, sem var yfir fyrirtækjasviði bankans, gefin að sök umboðssvik, með því að hafa þverbrotið reglur bankans um lánveitingar þegar þeir lánuðu Milestone tíu milljarða í febrúar 2008. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×