Innlent

Bannar alfarið veiðar á lúðu

Jón Bjarnason
Sjávarútvegsráðherra fyrirskipar að öllum lúðum sé sleppt lifandi.
Jón Bjarnason Sjávarútvegsráðherra fyrirskipar að öllum lúðum sé sleppt lifandi.
Lúðustofninn við Ísland minnkar ár frá ári. Beinar veiðar á lúðum hafa verið bannaðar frá því síðasta vor en leyft að hirða hana sem meðafla.

Nú hefur Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hins vegar sett algert bann við lúðuveiðum sem gildir frá áramótum.

„Með almennu banni á lúðuveiðum eru sjómenn skyldaðir til að sleppa í sjóinn aftur lífvænlegri lúðu en aflaverðmæti þeirrar lúðu sem kemur að landi rennur til rannsókna,“ segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu, sem kveður þessa tilhögun almennt hafa fengið jákvæðar undirtektir á fundum fulltrúa Hafrannsóknastofnunarinnar með skipstjórnarmönnum.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×