Innlent

Varað við mikilli hálku og slæmu veðri

Reikna má með hríðarveðri og takmörkuðu skyggni á Vesturlandi, Norðurlandi og Austfjörðum fram eftir degi, en síðan mun hlána annars staðar á landinu en á Vestfjörðum.

Einnig á fjallvegum. Vegagerðin varar við því að við þessar aðstæður, þegar fer að rigna ofan í snjó og samanþjappaðan ís á vegum, verður flughált og ekki bætir úr skák að spáð er hvassviðri eða stormi í kvöld og nótt áður en það frystir á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×