Innlent

Umferð gengur hægt á Hellisheiðinni

Hellisheiðin
Hellisheiðin
„Ég er bara í lífshættu hérna - þetta er stórhættulegt," segir Guðmundur Karlsson, sem er nú staddur á Hellisheiðinni og hafði samband við fréttastofu nú síðdegis. Hann segir færðina vera mjög lélega og ökumenn þurfi að keyra varlega til þess hreinlega að keyra ekki út af. Vegagerðin vill ekki skafa, að hans sögn.

„Ég er að keyra hérna á fimmtíu kílómetra hraða en undir venjulegum kringumstæðum gæti ég keyrt á áttatíu eða níutíu. Það er mikið slabb hérna á veginum og það eru allir ökumenn á í mesta lagi 50 kílómetra hraða," segir hann.

Hann segist hafa hringt fjórum sinnum í vegagerðina en hann fái þau svör að það þurfi ekki að moka. „Ég skil það ekki, ég er tvisvar næstum því búinn að keyra út af, og þau segja að það þurfi ekki að moka," segir hann.

Fréttastofa hafði samband við Vegagerðina sem segir að mikið krab sé heiðinni en búið sé að skafa hana oft í dag. Vaktmaður segir að það gangi á með éljum og það sé því fljótt að safnast upp en það verði full þjónusta á heiðinni í kvöld. Ökumenn eru hvattir til þess að aka varlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×