Veita milljónir í forvarnir gegn ofbeldi 21. desember 2011 07:00 Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum hefst á næsta ári og verður farið í alla grunnskóla. Ríkið ætlar að verja 25 milljónum króna í vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi á næsta ári. Öll börn í öðrum og tíunda bekk fá fræðslu, sem og kennarar og annað starfsfólk skóla. Öll börn í öðrum og tíunda bekk í grunnskólum landsins fá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum á næsta ári. Alþingi samþykkti við þriðju umræðu fjárlaga að veita 25 milljónum króna í vitundarvakningu á árinu. UNICEF á Íslandi hefur bent á það að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, tekur undir með framkvæmdastjóra UNICEF og segir litlu fé hafa verið varið í forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Sérstaklega ef miðað er við þá ógn sem ofbeldið sé við líf og heilsu barna og kvenna. Ísland er aðili að sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum. „Einn hluti sáttmálans er að standa fyrir vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Síðasta vetur fór óformlegur samráðshópur innanríkisráðuneytis, menntamálaráðuneytis og velferðarráðuneytis yfir það hvernig mætti standa að þessu hér á landi,“ segir Halla. Niðurstaða þess hóps var að taka ekki hrátt upp efni sem Evrópuráðið býður upp á í þessum tilgangi. „Þrátt fyrir allt erum við hér komin töluvert lengra í vitundarvakningu en til dæmis Mið- og Suður-Evrópulönd.“ Samráðshópurinn hélt fundi með öllum þeim aðilum sem komið hafa að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. „Þetta hefur mest verið á hendi frjálsra félagasamtaka svo það hefur verið dálítið tilviljanakennt hvaða börn fá fræðslu og hver ekki. Við vildum taka á þessu.“ Átakið verður að mestu framkvæmt í gegnum skólana. „Hugmyndin er að því verði komið fyrir að öll börn fái fræðslu í einhverjum ákveðnum árgöngum. Við erum að horfa á annan og tíunda bekk nú. Þetta er eitt pínulítið skref í byrjun, auðvitað á þetta að vera samþætt inn í alla fræðslu í grunnskólum. En það hefur sýnt sig að skólarnir eru misvel búnir til að takast á við slíka fræðslu. Þar er ekki við skólana sjálfa að sakast, þetta hefur ekki verið svo mikið áhersluatriði. Við erum því að fara fetið í þessa átt.“ Til að byrja með verður brúðuleikhús Blátt áfram notað sem fræðsluefni í öðrum bekk, en verið er að setja saman teymi sem mun sjá um fræðslu fyrir tíunda bekk og starfsfólk skóla. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Ríkið ætlar að verja 25 milljónum króna í vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi á næsta ári. Öll börn í öðrum og tíunda bekk fá fræðslu, sem og kennarar og annað starfsfólk skóla. Öll börn í öðrum og tíunda bekk í grunnskólum landsins fá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum á næsta ári. Alþingi samþykkti við þriðju umræðu fjárlaga að veita 25 milljónum króna í vitundarvakningu á árinu. UNICEF á Íslandi hefur bent á það að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, tekur undir með framkvæmdastjóra UNICEF og segir litlu fé hafa verið varið í forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Sérstaklega ef miðað er við þá ógn sem ofbeldið sé við líf og heilsu barna og kvenna. Ísland er aðili að sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum. „Einn hluti sáttmálans er að standa fyrir vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Síðasta vetur fór óformlegur samráðshópur innanríkisráðuneytis, menntamálaráðuneytis og velferðarráðuneytis yfir það hvernig mætti standa að þessu hér á landi,“ segir Halla. Niðurstaða þess hóps var að taka ekki hrátt upp efni sem Evrópuráðið býður upp á í þessum tilgangi. „Þrátt fyrir allt erum við hér komin töluvert lengra í vitundarvakningu en til dæmis Mið- og Suður-Evrópulönd.“ Samráðshópurinn hélt fundi með öllum þeim aðilum sem komið hafa að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. „Þetta hefur mest verið á hendi frjálsra félagasamtaka svo það hefur verið dálítið tilviljanakennt hvaða börn fá fræðslu og hver ekki. Við vildum taka á þessu.“ Átakið verður að mestu framkvæmt í gegnum skólana. „Hugmyndin er að því verði komið fyrir að öll börn fái fræðslu í einhverjum ákveðnum árgöngum. Við erum að horfa á annan og tíunda bekk nú. Þetta er eitt pínulítið skref í byrjun, auðvitað á þetta að vera samþætt inn í alla fræðslu í grunnskólum. En það hefur sýnt sig að skólarnir eru misvel búnir til að takast á við slíka fræðslu. Þar er ekki við skólana sjálfa að sakast, þetta hefur ekki verið svo mikið áhersluatriði. Við erum því að fara fetið í þessa átt.“ Til að byrja með verður brúðuleikhús Blátt áfram notað sem fræðsluefni í öðrum bekk, en verið er að setja saman teymi sem mun sjá um fræðslu fyrir tíunda bekk og starfsfólk skóla. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira