Innlent

Tjaldaði í snjónum

Skjáskot af vefnum strandir.is
Skjáskot af vefnum strandir.is
26 ára norskur ferða- og ævintýramaður hefur gist tvær nætur í tjaldi í snjónum við gatnamótin að Hólamvík á Ströndum, en hann ferðast fótgangandi með farangurinn á sleða, að því er fram kemur í Ströndum.is. Þetta mun vera sami maðurinn og lögreglan í Borgarnesi tók upp í bíl sinn, kaldan og blautan undir Hafnarfjalli nýverið og kom í húsaskjól í Borgarnesi. Þar þurrkaði hann föt sín og búnað og sagðist vera á leiðinni til Ísafjarðar, fótgangandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×