Innlent

Fangar sýna árangur í námi

Fangar í Bitru luku námi til helmings þeirra eininga sem fangar í námi við FSu luku á önninni. 
Fréttablaðið/GVA
Fangar í Bitru luku námi til helmings þeirra eininga sem fangar í námi við FSu luku á önninni. Fréttablaðið/GVA
Á nýliðinni haustönn voru 52 fangar voru innritaðir til náms við Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). Þar af voru 39 á Litla-Hrauni og þrettán í Bitru, að því er fram kemur á vef Fangelsismálastofnunar. Þá stunda átta fangar nám á háskólastigi.

Í frétt Sunnlenska kemur jafnframt fram að af þessum 52 nemendum FSu hafi 34 þreytt einhver próf. „Lagðar voru undir 276 námseiningar og skiluðu sér í hús 156 einingar. Hátt í helming þessara eininga innbyrtu nemendur í Bitru þótt þeir væru aðeins ríflega þriðjungur nemenda,“ segir þar og er vísað í annarannál Þórarins Ingólfssonar, aðstoðarskólameistara FSu, við brautskráningu nemenda síðasta laugardag.

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×