Fréttaskýring: Hvað felst í nýjum samningi um eflingu tónlistarnáms? 19. maí 2011 11:00 Fleiri tónlistarnemar utan af landi munu nú geta stundað námið með það að markmiði að gera tónlistina að atvinnu. fréttablaðið/vilhelm Ríkissjóður tekur yfir kostnað vegna tónlistarkennslu og framlag ríkisins til tónlistarskóla eykst um allt að 250 milljónir króna á ári næstu árin, samkvæmt samkomulagi sem ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í síðustu viku. Samkomulagið gildir um söngnám á mið- og framhaldsstigi og um annað tónlistarnám á framhaldsstigi. Þannig á að efla tónlistarnám og gera tónlistarnemum kleift að stunda nám sitt óháð búsetu. Ríkissjóður mun leggja 480 milljónir á ári í kennslukostnað í tónlistarskólum. Framlagið mun greiðast í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sveitarfélögin eiga að tryggja að framlag ríkisins fjármagni kennsluna. Þau eiga einnig að taka yfir ný verkefni frá ríkinu sem nemur 230 milljónum króna. Samkomulagið gildir fyrir næstu tvö skólaár en viðræður um framlengingu fara fram við lok fyrra ársins. Sveitarfélögin bera ábyrgð á tónlistarkennslu á öllum stigum. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki öll burði til að kenna upp á framhaldsstig og því hafa lengra komnir nemendur leitað sérstaklega í skóla til Reykjavíkur, auk þess sem þeir þurfa oft að fara í framhaldsskóla í Reykjavík. Misjafnt er hvort sveitarfélögin hafa styrkt nemendurna til náms í öðrum sveitarfélögum. Því hafa nemendur neyðst til þess að hætta námi. Með nýja samkomulaginu er verið að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Það er mjög jákvætt, segir Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Þessir átthagafjötrar sem hafa viðgengist allt, allt of lengi, þeir virðast vera úr sögunni.“ Kjartan segir samkomulagið örugglega leysa úr vandamálum margra. Skólinn hans hafi orðið mjög fyrir barðinu á þessu og hann segir í mörgum tilvikum sárt að horfa upp á efnilega krakka sem ekki geti haldið áfram í námi. Kjartan segir þó að samkomulagið hafi ekki verið kynnt fyrir stjórnendum tónlistarskólanna. „Við vitum ekki alveg hvernig útfærslan á þessu verður eða hver niðurstaðan verður. Hvorki á þessu né á niðurskurði Reykjavíkurborgar.“ Hann segist hafa reynt að spyrjast fyrir um það en ekki fengið svör, allir hafi verið að bíða eftir samkomulaginu. Hann segir þó að það hafi sést á þeim sem hafi undirritað samninginn að ríkisstjórnin taki málið alvarlega, en menntamála-, fjármála- og innanríkisráðherrar undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. „Þetta er mikilvægt skref í rétta átt.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Ríkissjóður tekur yfir kostnað vegna tónlistarkennslu og framlag ríkisins til tónlistarskóla eykst um allt að 250 milljónir króna á ári næstu árin, samkvæmt samkomulagi sem ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í síðustu viku. Samkomulagið gildir um söngnám á mið- og framhaldsstigi og um annað tónlistarnám á framhaldsstigi. Þannig á að efla tónlistarnám og gera tónlistarnemum kleift að stunda nám sitt óháð búsetu. Ríkissjóður mun leggja 480 milljónir á ári í kennslukostnað í tónlistarskólum. Framlagið mun greiðast í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sveitarfélögin eiga að tryggja að framlag ríkisins fjármagni kennsluna. Þau eiga einnig að taka yfir ný verkefni frá ríkinu sem nemur 230 milljónum króna. Samkomulagið gildir fyrir næstu tvö skólaár en viðræður um framlengingu fara fram við lok fyrra ársins. Sveitarfélögin bera ábyrgð á tónlistarkennslu á öllum stigum. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki öll burði til að kenna upp á framhaldsstig og því hafa lengra komnir nemendur leitað sérstaklega í skóla til Reykjavíkur, auk þess sem þeir þurfa oft að fara í framhaldsskóla í Reykjavík. Misjafnt er hvort sveitarfélögin hafa styrkt nemendurna til náms í öðrum sveitarfélögum. Því hafa nemendur neyðst til þess að hætta námi. Með nýja samkomulaginu er verið að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Það er mjög jákvætt, segir Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Þessir átthagafjötrar sem hafa viðgengist allt, allt of lengi, þeir virðast vera úr sögunni.“ Kjartan segir samkomulagið örugglega leysa úr vandamálum margra. Skólinn hans hafi orðið mjög fyrir barðinu á þessu og hann segir í mörgum tilvikum sárt að horfa upp á efnilega krakka sem ekki geti haldið áfram í námi. Kjartan segir þó að samkomulagið hafi ekki verið kynnt fyrir stjórnendum tónlistarskólanna. „Við vitum ekki alveg hvernig útfærslan á þessu verður eða hver niðurstaðan verður. Hvorki á þessu né á niðurskurði Reykjavíkurborgar.“ Hann segist hafa reynt að spyrjast fyrir um það en ekki fengið svör, allir hafi verið að bíða eftir samkomulaginu. Hann segir þó að það hafi sést á þeim sem hafi undirritað samninginn að ríkisstjórnin taki málið alvarlega, en menntamála-, fjármála- og innanríkisráðherrar undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. „Þetta er mikilvægt skref í rétta átt.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira