Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Erla Hlynsdóttir skrifar 14. mars 2011 10:04 Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. Verjandi Baldurs spurði Halldór hvort hann teldi þá sem þekktu til samskipta breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans sumarið og hausti 2008 hefðu búið yfir innherjaupplýsingum, og vísaði hann þar til þess að breska fjármálaeftirlitið lagði áherslu á að hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningunum og að innistæðurnar yrðu fluttar í dótturfélag. Halldór sagði þarna vissulega hafa verið um að ræða trúnaðarupplýsingar, en fyrr í aðalmeðferðinni hefur komið fram að aðeins örfáir einstaklingar höfðu aðgang að þessum upplýsingum. Einnig hafa ákveðnir aðilar borið að þeir óttuðust áhlaup á bankann ef þessar upplýsingar myndu leka út. Halldór bar hins vegar fyrir dómi í morgun að hann taldi þarna ekki um að ræða verðmyndandi upplýsingar. „Það var ekki mitt mat á þessum tíma," sagði Halldór. Saksóknari spurði Halldór hvort óttast hefði verið að áhlaup yrði gert á bankann ef þessar upplýsingar myndu spyrjast út, sagði hann að allir órói í kring um banka og neikvæðar fréttir af bankanum við aðstæður sem þessar væri nokkuð sem menn reyndu að forðast með öllum ráðum. Verjandi Baldurs spurði Halldór einnig sérstaklega út í á hvaða stigi viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins voru komnar dagana sem Baldur seldi hlutabréf sín, 17. og 18. September 2008. Við aðalmeðferðina er misjafnt hvort menn hafa borið að þarna hefðu enn aðeins verið viðræður um kröfur eftirlitsins vegna innistæðna, eða hvort kröfurnar hafi verið settar fram á formlegan hátt. Að sögn Halldórs voru þarna ekki komnar fram endanlegar kröfur og málið enn á viðræðustigi á þessum tíma. Hann segir því að þarna hafi breska fjármálaeftirlitið ekki sett Landsbankanum úrslitakosti um færslu innistæðna á Icesave-reikningum í dótturfélag eða að sett yrði hámark á innistæður á reikningunum. Halldór segir að rétt áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi, að kvöldi 6. október, hafi verið gerð síðasta tilraun til að ná lendingu í viðræðum milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankann um þessi atriði. Málflutningur saksóknara er hafinn, og reiknar hann með um tveimur klukkustundum til að koma máli sínu á framfæri. Þá tekur við málflutningur verjanda sem reiknar með tveimur til þremur klukkustundum í málflutninginn. Því næst verður málið lagt í dóm. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. Verjandi Baldurs spurði Halldór hvort hann teldi þá sem þekktu til samskipta breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans sumarið og hausti 2008 hefðu búið yfir innherjaupplýsingum, og vísaði hann þar til þess að breska fjármálaeftirlitið lagði áherslu á að hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningunum og að innistæðurnar yrðu fluttar í dótturfélag. Halldór sagði þarna vissulega hafa verið um að ræða trúnaðarupplýsingar, en fyrr í aðalmeðferðinni hefur komið fram að aðeins örfáir einstaklingar höfðu aðgang að þessum upplýsingum. Einnig hafa ákveðnir aðilar borið að þeir óttuðust áhlaup á bankann ef þessar upplýsingar myndu leka út. Halldór bar hins vegar fyrir dómi í morgun að hann taldi þarna ekki um að ræða verðmyndandi upplýsingar. „Það var ekki mitt mat á þessum tíma," sagði Halldór. Saksóknari spurði Halldór hvort óttast hefði verið að áhlaup yrði gert á bankann ef þessar upplýsingar myndu spyrjast út, sagði hann að allir órói í kring um banka og neikvæðar fréttir af bankanum við aðstæður sem þessar væri nokkuð sem menn reyndu að forðast með öllum ráðum. Verjandi Baldurs spurði Halldór einnig sérstaklega út í á hvaða stigi viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins voru komnar dagana sem Baldur seldi hlutabréf sín, 17. og 18. September 2008. Við aðalmeðferðina er misjafnt hvort menn hafa borið að þarna hefðu enn aðeins verið viðræður um kröfur eftirlitsins vegna innistæðna, eða hvort kröfurnar hafi verið settar fram á formlegan hátt. Að sögn Halldórs voru þarna ekki komnar fram endanlegar kröfur og málið enn á viðræðustigi á þessum tíma. Hann segir því að þarna hafi breska fjármálaeftirlitið ekki sett Landsbankanum úrslitakosti um færslu innistæðna á Icesave-reikningum í dótturfélag eða að sett yrði hámark á innistæður á reikningunum. Halldór segir að rétt áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi, að kvöldi 6. október, hafi verið gerð síðasta tilraun til að ná lendingu í viðræðum milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankann um þessi atriði. Málflutningur saksóknara er hafinn, og reiknar hann með um tveimur klukkustundum til að koma máli sínu á framfæri. Þá tekur við málflutningur verjanda sem reiknar með tveimur til þremur klukkustundum í málflutninginn. Því næst verður málið lagt í dóm.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45