Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Erla Hlynsdóttir skrifar 14. mars 2011 10:04 Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. Verjandi Baldurs spurði Halldór hvort hann teldi þá sem þekktu til samskipta breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans sumarið og hausti 2008 hefðu búið yfir innherjaupplýsingum, og vísaði hann þar til þess að breska fjármálaeftirlitið lagði áherslu á að hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningunum og að innistæðurnar yrðu fluttar í dótturfélag. Halldór sagði þarna vissulega hafa verið um að ræða trúnaðarupplýsingar, en fyrr í aðalmeðferðinni hefur komið fram að aðeins örfáir einstaklingar höfðu aðgang að þessum upplýsingum. Einnig hafa ákveðnir aðilar borið að þeir óttuðust áhlaup á bankann ef þessar upplýsingar myndu leka út. Halldór bar hins vegar fyrir dómi í morgun að hann taldi þarna ekki um að ræða verðmyndandi upplýsingar. „Það var ekki mitt mat á þessum tíma," sagði Halldór. Saksóknari spurði Halldór hvort óttast hefði verið að áhlaup yrði gert á bankann ef þessar upplýsingar myndu spyrjast út, sagði hann að allir órói í kring um banka og neikvæðar fréttir af bankanum við aðstæður sem þessar væri nokkuð sem menn reyndu að forðast með öllum ráðum. Verjandi Baldurs spurði Halldór einnig sérstaklega út í á hvaða stigi viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins voru komnar dagana sem Baldur seldi hlutabréf sín, 17. og 18. September 2008. Við aðalmeðferðina er misjafnt hvort menn hafa borið að þarna hefðu enn aðeins verið viðræður um kröfur eftirlitsins vegna innistæðna, eða hvort kröfurnar hafi verið settar fram á formlegan hátt. Að sögn Halldórs voru þarna ekki komnar fram endanlegar kröfur og málið enn á viðræðustigi á þessum tíma. Hann segir því að þarna hafi breska fjármálaeftirlitið ekki sett Landsbankanum úrslitakosti um færslu innistæðna á Icesave-reikningum í dótturfélag eða að sett yrði hámark á innistæður á reikningunum. Halldór segir að rétt áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi, að kvöldi 6. október, hafi verið gerð síðasta tilraun til að ná lendingu í viðræðum milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankann um þessi atriði. Málflutningur saksóknara er hafinn, og reiknar hann með um tveimur klukkustundum til að koma máli sínu á framfæri. Þá tekur við málflutningur verjanda sem reiknar með tveimur til þremur klukkustundum í málflutninginn. Því næst verður málið lagt í dóm. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. Verjandi Baldurs spurði Halldór hvort hann teldi þá sem þekktu til samskipta breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans sumarið og hausti 2008 hefðu búið yfir innherjaupplýsingum, og vísaði hann þar til þess að breska fjármálaeftirlitið lagði áherslu á að hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningunum og að innistæðurnar yrðu fluttar í dótturfélag. Halldór sagði þarna vissulega hafa verið um að ræða trúnaðarupplýsingar, en fyrr í aðalmeðferðinni hefur komið fram að aðeins örfáir einstaklingar höfðu aðgang að þessum upplýsingum. Einnig hafa ákveðnir aðilar borið að þeir óttuðust áhlaup á bankann ef þessar upplýsingar myndu leka út. Halldór bar hins vegar fyrir dómi í morgun að hann taldi þarna ekki um að ræða verðmyndandi upplýsingar. „Það var ekki mitt mat á þessum tíma," sagði Halldór. Saksóknari spurði Halldór hvort óttast hefði verið að áhlaup yrði gert á bankann ef þessar upplýsingar myndu spyrjast út, sagði hann að allir órói í kring um banka og neikvæðar fréttir af bankanum við aðstæður sem þessar væri nokkuð sem menn reyndu að forðast með öllum ráðum. Verjandi Baldurs spurði Halldór einnig sérstaklega út í á hvaða stigi viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins voru komnar dagana sem Baldur seldi hlutabréf sín, 17. og 18. September 2008. Við aðalmeðferðina er misjafnt hvort menn hafa borið að þarna hefðu enn aðeins verið viðræður um kröfur eftirlitsins vegna innistæðna, eða hvort kröfurnar hafi verið settar fram á formlegan hátt. Að sögn Halldórs voru þarna ekki komnar fram endanlegar kröfur og málið enn á viðræðustigi á þessum tíma. Hann segir því að þarna hafi breska fjármálaeftirlitið ekki sett Landsbankanum úrslitakosti um færslu innistæðna á Icesave-reikningum í dótturfélag eða að sett yrði hámark á innistæður á reikningunum. Halldór segir að rétt áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi, að kvöldi 6. október, hafi verið gerð síðasta tilraun til að ná lendingu í viðræðum milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankann um þessi atriði. Málflutningur saksóknara er hafinn, og reiknar hann með um tveimur klukkustundum til að koma máli sínu á framfæri. Þá tekur við málflutningur verjanda sem reiknar með tveimur til þremur klukkustundum í málflutninginn. Því næst verður málið lagt í dóm.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45