Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Erla Hlynsdóttir skrifar 14. mars 2011 10:04 Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. Verjandi Baldurs spurði Halldór hvort hann teldi þá sem þekktu til samskipta breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans sumarið og hausti 2008 hefðu búið yfir innherjaupplýsingum, og vísaði hann þar til þess að breska fjármálaeftirlitið lagði áherslu á að hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningunum og að innistæðurnar yrðu fluttar í dótturfélag. Halldór sagði þarna vissulega hafa verið um að ræða trúnaðarupplýsingar, en fyrr í aðalmeðferðinni hefur komið fram að aðeins örfáir einstaklingar höfðu aðgang að þessum upplýsingum. Einnig hafa ákveðnir aðilar borið að þeir óttuðust áhlaup á bankann ef þessar upplýsingar myndu leka út. Halldór bar hins vegar fyrir dómi í morgun að hann taldi þarna ekki um að ræða verðmyndandi upplýsingar. „Það var ekki mitt mat á þessum tíma," sagði Halldór. Saksóknari spurði Halldór hvort óttast hefði verið að áhlaup yrði gert á bankann ef þessar upplýsingar myndu spyrjast út, sagði hann að allir órói í kring um banka og neikvæðar fréttir af bankanum við aðstæður sem þessar væri nokkuð sem menn reyndu að forðast með öllum ráðum. Verjandi Baldurs spurði Halldór einnig sérstaklega út í á hvaða stigi viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins voru komnar dagana sem Baldur seldi hlutabréf sín, 17. og 18. September 2008. Við aðalmeðferðina er misjafnt hvort menn hafa borið að þarna hefðu enn aðeins verið viðræður um kröfur eftirlitsins vegna innistæðna, eða hvort kröfurnar hafi verið settar fram á formlegan hátt. Að sögn Halldórs voru þarna ekki komnar fram endanlegar kröfur og málið enn á viðræðustigi á þessum tíma. Hann segir því að þarna hafi breska fjármálaeftirlitið ekki sett Landsbankanum úrslitakosti um færslu innistæðna á Icesave-reikningum í dótturfélag eða að sett yrði hámark á innistæður á reikningunum. Halldór segir að rétt áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi, að kvöldi 6. október, hafi verið gerð síðasta tilraun til að ná lendingu í viðræðum milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankann um þessi atriði. Málflutningur saksóknara er hafinn, og reiknar hann með um tveimur klukkustundum til að koma máli sínu á framfæri. Þá tekur við málflutningur verjanda sem reiknar með tveimur til þremur klukkustundum í málflutninginn. Því næst verður málið lagt í dóm. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. Verjandi Baldurs spurði Halldór hvort hann teldi þá sem þekktu til samskipta breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans sumarið og hausti 2008 hefðu búið yfir innherjaupplýsingum, og vísaði hann þar til þess að breska fjármálaeftirlitið lagði áherslu á að hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningunum og að innistæðurnar yrðu fluttar í dótturfélag. Halldór sagði þarna vissulega hafa verið um að ræða trúnaðarupplýsingar, en fyrr í aðalmeðferðinni hefur komið fram að aðeins örfáir einstaklingar höfðu aðgang að þessum upplýsingum. Einnig hafa ákveðnir aðilar borið að þeir óttuðust áhlaup á bankann ef þessar upplýsingar myndu leka út. Halldór bar hins vegar fyrir dómi í morgun að hann taldi þarna ekki um að ræða verðmyndandi upplýsingar. „Það var ekki mitt mat á þessum tíma," sagði Halldór. Saksóknari spurði Halldór hvort óttast hefði verið að áhlaup yrði gert á bankann ef þessar upplýsingar myndu spyrjast út, sagði hann að allir órói í kring um banka og neikvæðar fréttir af bankanum við aðstæður sem þessar væri nokkuð sem menn reyndu að forðast með öllum ráðum. Verjandi Baldurs spurði Halldór einnig sérstaklega út í á hvaða stigi viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins voru komnar dagana sem Baldur seldi hlutabréf sín, 17. og 18. September 2008. Við aðalmeðferðina er misjafnt hvort menn hafa borið að þarna hefðu enn aðeins verið viðræður um kröfur eftirlitsins vegna innistæðna, eða hvort kröfurnar hafi verið settar fram á formlegan hátt. Að sögn Halldórs voru þarna ekki komnar fram endanlegar kröfur og málið enn á viðræðustigi á þessum tíma. Hann segir því að þarna hafi breska fjármálaeftirlitið ekki sett Landsbankanum úrslitakosti um færslu innistæðna á Icesave-reikningum í dótturfélag eða að sett yrði hámark á innistæður á reikningunum. Halldór segir að rétt áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi, að kvöldi 6. október, hafi verið gerð síðasta tilraun til að ná lendingu í viðræðum milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankann um þessi atriði. Málflutningur saksóknara er hafinn, og reiknar hann með um tveimur klukkustundum til að koma máli sínu á framfæri. Þá tekur við málflutningur verjanda sem reiknar með tveimur til þremur klukkustundum í málflutninginn. Því næst verður málið lagt í dóm.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45