Lífið

Endless Dark til Evrópu

Rokkararnir í Endless Dark eru á leiðinni til Evrópu.
fréttablaðið/valli
Rokkararnir í Endless Dark eru á leiðinni til Evrópu. fréttablaðið/valli
Endless Dark leggur af stað í tónleikaferð til Evrópu á fimmtudaginn.

Strax um kvöldið verður rokksveitin eitt af aðalnúmerunum á tónleikum í O2 Academy í Islington-hverfinu í London. Eftir það spilar hún á hátíðinni Graspop í Belgíu og heldur síðan aftur til Englands vegna tvennra tónleika. „Þetta verður mjög spennandi. Böndin sem spila á undan okkur eiga mun fleiri fylgjendur úti. Það verður gaman að „heddlæna“ þá tónleika,“ segir Atli Sigursveinsson, gítarleikari Endless Dark, um tónleikana í O2 Academy. „Daginn eftir förum við til Belgíu og spilum á Graspop. Við verðum örugglega orðnir mjög þreyttir.“

Strákarnir héldu vel heppnaða styrktartónleika vegna fararinnar á heimaslóðum sínum í Ólafsvík 17. júní og aðrir slíkir verða á Sódómu Reykjavík í kvöld kl. 21. Þar er aðgangseyrir 1.000 krónur. Þrátt fyrir að hafa fengið 700 þúsund króna styrk frá styrktarsjóðnum Kraumi á dögunum veitir Endless Dark ekki af meiri peningum enda er afar dýrt að koma sér á framfæri erlendis.

Sveitin er byrjuð að taka upp sína fyrstu stóru plötu og er hún væntanleg í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.