Lífið

Hátíð í anda Hróarskeldu

Dagmar Erla Jónasdóttir, vaktstjóri á Dönsku kránni, er ein þeirra sem skipuleggur tónlistarhátíð í anda Hróarskeldu dagana 30. júní til 3. júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Dagmar Erla Jónasdóttir, vaktstjóri á Dönsku kránni, er ein þeirra sem skipuleggur tónlistarhátíð í anda Hróarskeldu dagana 30. júní til 3. júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Við verðum með fjögurra daga hátíð í anda Hróarskeldu, þar sem íslensk bönd koma og spila sína tónlist,“ segir Dagmar Erla Jónasdóttir, vaktstjóri á Dönsku kránni.

Skemmtistaðirnir Danska kráin og Prikið hafa tekið höndum saman og halda eins konar tónlistarhátíð frá 30. júní til 3. júlí, en um sömu helgi er Hróarskelduhátíðin haldin í Danmörku. Fjölmargir íslenskir listamenn og hljómsveitir ætla að spila á hátíðinni hér heima en þar má nefna Vicky, Kiriyama Family, Árstíðir, Andvara, Foreign Monkeys, Ellen Kristjánsdóttur og Pétur Hallgrímsson, Emmsjé Gauta, Forgotten Lores, Blaz Roca, XXX Rottweiler og marga fleiri.

Dagmar segist vona að hægt verði að hafa einhverja tónleika utandyra. „Við viljum reyna að vera úti á föstudag og laugardag, en staðirnir eru hlið við hlið svo það er auðvelt að flakka á milli,“ segir Dagmar, og bætir við að hugmyndin að hátíðinni sé einfaldlega að hafa gaman. „Það er frítt á alla tónleikana, en við verðum með armbönd til sölu sem gilda sem afsláttur af bjór en armbandið kostar 1000 krónur.“ Nánari upplýsingar um hljómsveitir og tímasetningar er að vænta á Facebook-síðu Dönsku kráarinnar og Priksins.

- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.