Lífið

Ítölsk hönnun í H&M

hannar fyrir H&M Donatella Versace frumsýnir hér fyrstu flíkina úr væntanlegri fatalínu sinni fyrir H&M, stuttan leðurkjól með gullskrauti.
hannar fyrir H&M Donatella Versace frumsýnir hér fyrstu flíkina úr væntanlegri fatalínu sinni fyrir H&M, stuttan leðurkjól með gullskrauti.
Sænski tískurisinn Hennes & Mauritz hefur hafið samstarf við ítalska tískuhúsið Versace. Fatalínan, sem kemur í verslanir út um allan heim í nóvember, er hönnuð af listrænum stjórnanda tískuhússins, Donatellu Versace.

„Ég er mjög ánægð með vinna með H&M og fá tækifæri til að hanna fyrir breiðan hóp viðskiptavina. Fatalínan er dæmigerð fyrir Versace og ég tel að fatnaðurinn eigi ekki eftir að bregðast væntingum aðdáenda H&M og Versace úti um allan heim,“ segir Donatella.

Leður, litríkar flíkur og skemmtileg munstur einkenna dömufatnaðinn, en aðdáendur fengu smá forskot á sæluna þegar Donatella kom fram í leðurkjól úr H&M-línunni eftir tískusýningu Versace á herrafatatískuvikunni í Mílanó á dögunum. Herrafatalínan sem kemur í H&M verður einföld, en þar verður að finna jakkaföt og hinn fullkomna smóking.

H&M hefur undanfarin ár hannað eina fatalínu á ári í samstarfi við frægan hönnuð og hafa þær yfirleitt notið mikilla vinsælda. Sonia Rykiel, Lanvin, Karl Lagerfeld, Stella McCartney og Jimmy Choo eru meðal þeirra sem hafa unnið með H&M við góðan orðstír.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig viðskiptavinir H&M taka á móti ítalska glamúrnum frá Versace í haust.- áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.