
Dagana 5.-9. september fer fram söngvasmiðja á vegum félagsins á Heilsuhótelinu Ásbrú í Reykjanesbæ. Hótelið hefur einna helst verið þekkt fyrir detox-meðferðir sínar og þar ræður ríkjum engin önnur en Jónína Ben. Jón segir staðsetninguna fyrst og fremst hagkvæma, þeir taki hótelið á leigu og engin önnur starfsemi verði í gangi á meðan.

Samkomuna heiðrar góður gestur, lagahöfundur að nafni Paul Simm, en hann hefur unnið með listamönnum á borð við Amy Winehouse, Sugababes, All Saints og Neneh Cherry. Jón segir hann vera mikinn hvalreka fyrir íslenska lagahöfunda. Og af þeim verður nóg á heilsuhótelinu. Meðal þeirra sem boðað hafa komu sína eru Jónas Sigurðsson, Hafdís Huld, Örlygur Smári og Jens Hansson auk nokkurra efnilegra lagahöfunda frá Írlandi, Danmörku og Svíþjóð.- fgg