Enski boltinn

Newcastle steinlá fyrir Stevenage og er úr leik í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn og stuðningsmenn Stevenage fagna í dag.
Leikmenn og stuðningsmenn Stevenage fagna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle er úr leik í ensku bikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir D-deildarliðinu Stevenage heldur óvænt í dag, 3-1.

Stevenage komst yfir á 50. mínútu er skot Stacy Long breytti um stefnu á Mike Williamson, varnarmanni Newcastle.

Fimm mínútum síðar bætti Michael Bostwick við öðru marki fyrir Stevenage. Til að bæta gráu á svart fyrir Newcastle fékk varamaðurinn Cheik Tiote beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu.

Joey Barton náði að minnka muninn fyrir Newcastle með marki af 30 metra færi í uppbótartíma en það gafst samt sem áður tími fyrir þriðja mark Stevenage sem Peter Winn skoraði.

Stevenage er sem stendur í þrettánda sæti ensku B-deildarinnar en þessi lið mættust einnig í bikarnum fyrir þrettán árum síðan. Þá hafði Newcastle betur en í dag eru alls 73 lið á milli þeirra í ensku deildakeppninni.

Þetta er líklega versta tap Newcastle í ensku bikarkeppninni síðan að liðið tapaði fyrir Hereford árið 1972.

Graham Westley, stjóri Stevenage, sagði eftir leik að hann hefði sagt sínum mönnum fyrir leikinn að vinna hann 5-0.

Það tókst að vísu ekki en niðurstaðan engu að síður glæsilegur sigur. „Við einbeittum okkur að því fyrir leik hvering við gætum unnið 5-0 sigur. Við áætluðum að þó svo að okkur myndi ekki takast nema 20 prósent af því sem við ætluðum okkur myndi það samt duga til sigurs."

„Okkar leikáætlum miðaði við að skora fimm mörk. Það tókst ekki en þrjú mörk er ágætis dagsverk."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×