Tapist dómsmál gætum við verið gerð brottræk úr EES Heimir Már Pétursson. skrifar 21. febrúar 2011 18:48 Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Ísland sem samdi um síðustu Icesavesamninga sem þjóðin mun greiða atkvæði um á næstu vikum. Hann segir himin og haf skilja þennan samning frá hinum fyrri og hann sé mun hagstæðari Íslendingum á allan hátt. Ef þjóðin felli samninginn sé dómstólaleiðin ein eftir. En Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar áminnt íslensk stjórnvöld og að samningi felldum færi málið til EFTA dómstólsins. Tapist það mál geti Bretar og Holendingar farið í skaðabótamál við íslenska ríkið, en líklegra sé að pólitískum þrýsingi vegna samstarfsins innan Evrópska efahagssvæðisins verði beitt. Nú er reiknað með að fjárskuldbinding Íslands gæti orðið allt að 47 milljarðar. En hún getur lækkað um tugi milljarða og jafnvel horfið ef gott verð fæst fyrir verðmætar eignir þrotabúsins eins og Iceland verslunarkeðjuna. Lárus segir miklar breytingar þurfa að verða á forsendum Icesavesamningsins til að hann leiði til stórfelldra fjárskuldbindinga fyrir íslenska ríkið, en sumir hafi nefnt þar allt að 200 milljarða. En þá þurfi gengið að falla um allt að 50 prósent og eignir þrotabúsins að rýrna mjög mikið. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var mjög andvígur fyrri Icesave samningum en fyrirvararar kenndir við hann eru innbyggðir í nýja samninginn. Hann sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ef Íslendingar töpuðu dómsmáli gætu þeir þurft að greiða margfalt það sem núverandi samningur feli í sér. Hann vilji því að samningurinn verði samþykktur. Icesave Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Ísland sem samdi um síðustu Icesavesamninga sem þjóðin mun greiða atkvæði um á næstu vikum. Hann segir himin og haf skilja þennan samning frá hinum fyrri og hann sé mun hagstæðari Íslendingum á allan hátt. Ef þjóðin felli samninginn sé dómstólaleiðin ein eftir. En Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar áminnt íslensk stjórnvöld og að samningi felldum færi málið til EFTA dómstólsins. Tapist það mál geti Bretar og Holendingar farið í skaðabótamál við íslenska ríkið, en líklegra sé að pólitískum þrýsingi vegna samstarfsins innan Evrópska efahagssvæðisins verði beitt. Nú er reiknað með að fjárskuldbinding Íslands gæti orðið allt að 47 milljarðar. En hún getur lækkað um tugi milljarða og jafnvel horfið ef gott verð fæst fyrir verðmætar eignir þrotabúsins eins og Iceland verslunarkeðjuna. Lárus segir miklar breytingar þurfa að verða á forsendum Icesavesamningsins til að hann leiði til stórfelldra fjárskuldbindinga fyrir íslenska ríkið, en sumir hafi nefnt þar allt að 200 milljarða. En þá þurfi gengið að falla um allt að 50 prósent og eignir þrotabúsins að rýrna mjög mikið. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var mjög andvígur fyrri Icesave samningum en fyrirvararar kenndir við hann eru innbyggðir í nýja samninginn. Hann sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ef Íslendingar töpuðu dómsmáli gætu þeir þurft að greiða margfalt það sem núverandi samningur feli í sér. Hann vilji því að samningurinn verði samþykktur.
Icesave Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira