Eins og kom fram í fjölmiðlum í sumar gekk fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir að eiga útgefandann Pétur Árna Jónsson. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni í júlímánuði og það var biskupinn sjálfur, Karl Sigurbjörnsson, sem gaf þau saman.
Veislan og athöfnin var öll hin glæsilegasta, mektarfólk úr Sjálfstæðisflokknum og frá RÚV var meðal gesta eins og DV greindi frá. María og Pétur feta í fótspor fjölmargra unga hjóna nú um stundir og hafa gert með sér kaupmála, að því er Sýslumaðurinn í Stykkishólmi hefur kunngjört í Lögbirtingablaðinu. -fgg
Fréttakona gerir kaupmála
