Westlife hættir á næsta ári 21. október 2011 16:00 Fjórmenningarnir í Westlife, sem hafa malað gull í gegnum árin, hafa lýst því yfir að sveitin muni hætta eftir tónleikaferð sína á næsta ári. Nordicphotos/Getty …og þá Westlife-menn þegar þeir voru að stíga sín fyrstu skref í poppbransanum, þá fimm með Brian McFadden innan sinna vébanda. Hann yfirgaf sveitina eftir sex ára samstarf. Ein ástsælasta strákasveit írlands, Westlife, mun hætta eftir veglega tónleikaferð á næsta ári. Írar syrgja sveitina, sem naut mikillar hylli. Fjórtán ára samstarfi strákasveitarinnar Westlife lýkur á næsta ári þegar fjórmenningarnir leggja upp í sína síðustu tónleikaferð. Í yfirlýsingu sem sveitin sendi frá sér kemur fram að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun. „Við höfum eytt öllum okkar fullorðinsárum saman og erum sammála um að fara í gott og langþráð frí. Við viljum þakka aðdáendum okkar sem hafa ferðast með okkur á þessu ótrúlega ferðalagi.“ Þeir Nicky Byrne, Kian Egan, Mark Feehily og Shane Filan eru nánast þjóðhetjur á Írlandi og Gordon Smart, ritstjóri afþreyingarhluta breska blaðsins The Sun, segir í litlum greinarstúf á vef blaðsins að það hafi fallið tár á írskum knæpum í gær þegar tíðindin bárust. Fjórmenningarnir hafa grætt á tá og fingri á samstarfinu, selt yfir 44 milljónir platna og komið fjórtán smáskífum á toppinn í Bretlandi. Samkvæmt The Sun er hver og einn metinn á rúmar tíu milljónir punda, eða 1,8 milljarða íslenskra króna. „Þetta er búið, það eru engin leiðindi og þeir eru ennþá miklir vinir en þeir vilja einbeita sér að sínum eigin hlutum,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Westlife braust fyrst fram á sjónarsviðið 1998, þá sem kvintett en Brian McFadden yfirgaf sveitina eftir sex ára dvöl. Westlife var meðal annars á mála hjá útgáfufyrirtæki Simons Cowell og varð strax ákaflega vinsæl, sveitin var jafnvel sögð vera svar karla við Spice Girls. Þeir heimsóttu Ísland fyrir tveimur árum þegar þeir gerðu myndband við lagið What About Now sem var síðar frumsýnt í breska X-Factor. Talið er að fjórmenningarnir muni ekki þurfa að sitja með hendur í skauti en tilboðum um sjónvarpsþætti og sólóplötur er þegar farið að rigna yfir þá.freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
…og þá Westlife-menn þegar þeir voru að stíga sín fyrstu skref í poppbransanum, þá fimm með Brian McFadden innan sinna vébanda. Hann yfirgaf sveitina eftir sex ára samstarf. Ein ástsælasta strákasveit írlands, Westlife, mun hætta eftir veglega tónleikaferð á næsta ári. Írar syrgja sveitina, sem naut mikillar hylli. Fjórtán ára samstarfi strákasveitarinnar Westlife lýkur á næsta ári þegar fjórmenningarnir leggja upp í sína síðustu tónleikaferð. Í yfirlýsingu sem sveitin sendi frá sér kemur fram að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun. „Við höfum eytt öllum okkar fullorðinsárum saman og erum sammála um að fara í gott og langþráð frí. Við viljum þakka aðdáendum okkar sem hafa ferðast með okkur á þessu ótrúlega ferðalagi.“ Þeir Nicky Byrne, Kian Egan, Mark Feehily og Shane Filan eru nánast þjóðhetjur á Írlandi og Gordon Smart, ritstjóri afþreyingarhluta breska blaðsins The Sun, segir í litlum greinarstúf á vef blaðsins að það hafi fallið tár á írskum knæpum í gær þegar tíðindin bárust. Fjórmenningarnir hafa grætt á tá og fingri á samstarfinu, selt yfir 44 milljónir platna og komið fjórtán smáskífum á toppinn í Bretlandi. Samkvæmt The Sun er hver og einn metinn á rúmar tíu milljónir punda, eða 1,8 milljarða íslenskra króna. „Þetta er búið, það eru engin leiðindi og þeir eru ennþá miklir vinir en þeir vilja einbeita sér að sínum eigin hlutum,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Westlife braust fyrst fram á sjónarsviðið 1998, þá sem kvintett en Brian McFadden yfirgaf sveitina eftir sex ára dvöl. Westlife var meðal annars á mála hjá útgáfufyrirtæki Simons Cowell og varð strax ákaflega vinsæl, sveitin var jafnvel sögð vera svar karla við Spice Girls. Þeir heimsóttu Ísland fyrir tveimur árum þegar þeir gerðu myndband við lagið What About Now sem var síðar frumsýnt í breska X-Factor. Talið er að fjórmenningarnir muni ekki þurfa að sitja með hendur í skauti en tilboðum um sjónvarpsþætti og sólóplötur er þegar farið að rigna yfir þá.freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira