Til stóð að bæði Megas og Bubbi Morthens kæmu fram á Icelandic Airwaves. Það hefði verið jómfrúarferð Bubba á svið þessarar árlegu tónlistarhátíðar en hann ætlaði að syngja með tónlistarmanninum Berndsen. Hins vegar hitti svo illa á að Bubbi varð veikur og varð því afboða komu sína.
Megas reyndist hins vegar tvíbókaður og ákvað frekar að spila með vinum sínum Gylfa Ægissyni og Rúnari Þór á sveitaballi útá landi heldur en leika nokkur lög fyrir lýðinn í 101.
Bubbi og Megas fjarverandi á Airwaves

Mest lesið



Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa!
Lífið samstarf





„Best að vera allsber úti í náttúrunni“
Tíska og hönnun

