Fótbolti

FH varði titilinn með 3-0 sigri gegn Blikum í Meistarakeppni KSÍ

Hannes Þ Sigurðsso skoraði fyrir FH gegn Breiðabliki í kvöld.
Hannes Þ Sigurðsso skoraði fyrir FH gegn Breiðabliki í kvöld. Mynd/Valli
Bikarmeistaralið FH sigraði Íslandsmeistaralið Breiðabliks, 3-0, í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Pétur Viðarsson skoraði fyrsta mark leiksins rétt undir lok fyrri háfleiks. Matthías Vilhjálmsson bætti við öðru marki um miðja síðari hálfleik og þegar korter var eftir af leiknum skoraði Hannes Þ. Sigurðsson þriðja og síðasta mark FH-inga.

Þessi félög áttust við í þessum leik fyrir ári síðan en þá voru FH-ingar Íslandsmeistarar og Blikar bikarmeistarar. Þar hafði FH betur, 1-0.

Fyrst var keppt um titilinn árið 1969 og var það lið KR sem varð fyrsta liðið sem fagnaði þessum áfanga. Valur hefur oftast unnið Meistarakeppnina eða alls 8 sinnum, Keflavík og Fram hafa 6 sinnum unnið, ÍA 5 sinnum líkt og FH. ÍBV er með 4 titla, KR 3, Víkingur R. 2 og KA 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×