Lífið

Ný ofurgrúppa Jagger

Mick Jagger hefur stofnað nýja hljómsveit með syni Bobs Marley, Joss Stone og indversku tónskáldi.
Mick Jagger hefur stofnað nýja hljómsveit með syni Bobs Marley, Joss Stone og indversku tónskáldi.
Mick Jagger er hvergi af baki dottinn þótt elli kerling sé farin að narta rækilega í hælana á söngvaranum. Hann hefur stofnað nýja ofurgrúppu ásamt sálarsöngkonunni Joss Stone, Damian Marley, syni Bob Marley, Dave Stewart úr Eurythmics og tónskáldinu A.R. Rahman, en sá á heiðurinn af tónlistinni í Slumdog Millionaire. Von er á nýrri smáskífu á næstunni sem hægt verður að hlaða niður af netinu og síðan er ráðgert að breiðskífa komi út í september.

Samstarfið hefur vakið töluverða athygli enda ekki á hverjum degi sem Mick Jagger, aðalspíra Rolling Stones, stofnar hljómsveit. „Við vissum ekkert hvernig tónlistin yrði og við vissum ekkert hvort hún yrði góð. Við vildum bara skemmta okkur,“ er haft eftir Jagger. „Við sömdum helling af lögum og hentum slatta. Ég sagði að sumt af þessu væri rusl og aðrir hlutir væru klisja og var þá náðarsamlegast beðinn um að leggja eitthvað til sjálfur.“

Jagger segir erfitt að skilgreina tónlistina en hún verði aðgengileg og hljómsveitin kunni að fara í tónleikaferðalag ef aðdáendum líki það sem hún hefði fram að færa. „Þetta er ný tegund af tónlist og það verður ekki hægt að flokka hana. Ef þú elskar Rolling Stones þá mun hún höfða til þín og ef þú elskar ekki Rolling Stones áttu eftir að gefa henni tækifæri.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.