Lífið

Frúin ánægð með Robbie

Eiginkona Robbie Williams heldur vart vatni yfir honum. Hann sé svo fyndinn og frumlegur.
Eiginkona Robbie Williams heldur vart vatni yfir honum. Hann sé svo fyndinn og frumlegur.
Ayda Field, eiginkona Robbie Williams, er ákaflega ánægð með eiginmanninn sinn og lýsir honum sem einhverri fyndnustu, mest heillandi og frumlegustu manneskju sem hún hafi hitt.

Williams hefur aðallega verið þekktur fyrir hroka og yfirgang en Field hefur aðra sögu að segja af manninum sínum, hann sé besti vinur hennar, kærleiksríkur og yndislegur. „Hún segir að ég sé alltaf að segja sögur og að ég sé alltaf að setja á svið litlar sýningar heima fyrir," skrifar Robbie á bloggið sitt en aðdáandi spurði hvort Robbie væri sami maður á sviði og heima fyrir.

Williams hefur átt í erfiðleikum með eiturlyf og áfengi en virðist hafa náð tökum á lífi sínu. Nýverið lýsti hann því yfir að hann hefði fundið Guð og að það hefði bætt samband sitt við eiginkonuna. „Ég er búinn að biðja um leiðbeiningar og hef fengið þær. Ég hef lært að elska ykkur, Ayda og sjálfan mig meira."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.