Öðruvísi efni frá Incubus 7. júlí 2011 23:00 Sjöunda breiðskífa Incubus kemur út í næstu viku og segja liðsmenn hljómsveitarinnar að platan sé allt öðruvísi en það sem áður hefur heyrst frá bandinu. Von er á sjöundu breiðskífu Incubus í næstu viku en liðsmenn hljómsveitarinnar segja plötuna allt öðruvísi en það sem áður hefur komið frá bandinu. Bandaríska hljómsveitin Incubus sendir frá sér plötuna If Not Now, When? hinn 12. júlí, en sex ár eru síðan hljómsveitin gaf út síðustu plötu sína, Light Grenades. Gítarleikari Incubus, Mike Einzinger, sagði í nýlegu viðtali að platan yrði töluvert frábrugðin fyrri breiðskífum Incubus og að hljómsveitin sé ekki lengur jafn rokkuð og hún var. Einzinger bætti því einnig við að þeir væru að biðja aðdáendur sína um mikið; þeir væru að biðja þá um að hlusta á eitthvað sem þeir hafa ekki áður heyrt frá hljómsveitinni. Incubus var stofnuð árið 1991 af söngvaranum Brandon Boyd, gítarleikaranum Mike Einzinger og trommuleikaranum Jose Pasillas, en þeir voru þá menntaskólafélagar í Kaliforníu, en fengu seinna til liðs við sig bassaleikarann Ben Kenny og hljómborðsleikarann Chris Kilmore. Fyrsta breiðskífa Incubus kom út árið 1995 og hét Fungus Amongus, en hljómsveitin gaf síðar út stuttskífu þar sem mátti finna nokkur lög Fungus Amongus í nýrri og breyttri útgáfu. Eftir að önnur breiðskífa Incubus, S.C.I.E.N.C.E., kom út árið 1997, fór hljómsveitin að hita upp fyrir Korn á tónleikaferðalagi um Evrópu og síðar fyrir þungarokksveitina System of a Down. Þegar ferðalaginu lauk, tók bandið sér tveggja ára hlé en gaf síðan út þriðju breiðskífuna, Make Yourself, árið 1999 og kom platan sveitinni í hóp stærstu rokksveita heims, en hún seldist í rúmlega milljón eintökum. Lög eins og „Drive“ og „Pardon Me“ fengu mikla spilun og hljómsveitin fór fljótlega að vinna að fjórðu breiðskífunni, Morning View, sem kom út árið 2001. Á árunum 2003-2008 komu út tvær breiðskífur með Incubus, A Crow Left of the Murder... og Light Grenades, en á þeim plötum rötuðu þrjú lög í efsta sæti Billboard-listans, lögin „Megalomaniac“, „Anna Molly“ og „Love Hurts“. Sjöunda breiðskífa Incubus kemur út í næstu viku og verður forvitnilegt að sjá hvort aðdáendur hljómsveitarinnar kunni að meta þá stefnubreytingu sem liðsmenn Incubus segja að skíni í gegn á plötunni. „Við höfum lengi reynt að gera eitthvað nýtt og öðruvísi. Við ákváðum að If Not Now, When?, okkar sjöunda breiðskífa, yrði akkúrat svoleiðis,“ sagði söngvarinn Brandon Boyd. kristjana@frettabladid.is Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Von er á sjöundu breiðskífu Incubus í næstu viku en liðsmenn hljómsveitarinnar segja plötuna allt öðruvísi en það sem áður hefur komið frá bandinu. Bandaríska hljómsveitin Incubus sendir frá sér plötuna If Not Now, When? hinn 12. júlí, en sex ár eru síðan hljómsveitin gaf út síðustu plötu sína, Light Grenades. Gítarleikari Incubus, Mike Einzinger, sagði í nýlegu viðtali að platan yrði töluvert frábrugðin fyrri breiðskífum Incubus og að hljómsveitin sé ekki lengur jafn rokkuð og hún var. Einzinger bætti því einnig við að þeir væru að biðja aðdáendur sína um mikið; þeir væru að biðja þá um að hlusta á eitthvað sem þeir hafa ekki áður heyrt frá hljómsveitinni. Incubus var stofnuð árið 1991 af söngvaranum Brandon Boyd, gítarleikaranum Mike Einzinger og trommuleikaranum Jose Pasillas, en þeir voru þá menntaskólafélagar í Kaliforníu, en fengu seinna til liðs við sig bassaleikarann Ben Kenny og hljómborðsleikarann Chris Kilmore. Fyrsta breiðskífa Incubus kom út árið 1995 og hét Fungus Amongus, en hljómsveitin gaf síðar út stuttskífu þar sem mátti finna nokkur lög Fungus Amongus í nýrri og breyttri útgáfu. Eftir að önnur breiðskífa Incubus, S.C.I.E.N.C.E., kom út árið 1997, fór hljómsveitin að hita upp fyrir Korn á tónleikaferðalagi um Evrópu og síðar fyrir þungarokksveitina System of a Down. Þegar ferðalaginu lauk, tók bandið sér tveggja ára hlé en gaf síðan út þriðju breiðskífuna, Make Yourself, árið 1999 og kom platan sveitinni í hóp stærstu rokksveita heims, en hún seldist í rúmlega milljón eintökum. Lög eins og „Drive“ og „Pardon Me“ fengu mikla spilun og hljómsveitin fór fljótlega að vinna að fjórðu breiðskífunni, Morning View, sem kom út árið 2001. Á árunum 2003-2008 komu út tvær breiðskífur með Incubus, A Crow Left of the Murder... og Light Grenades, en á þeim plötum rötuðu þrjú lög í efsta sæti Billboard-listans, lögin „Megalomaniac“, „Anna Molly“ og „Love Hurts“. Sjöunda breiðskífa Incubus kemur út í næstu viku og verður forvitnilegt að sjá hvort aðdáendur hljómsveitarinnar kunni að meta þá stefnubreytingu sem liðsmenn Incubus segja að skíni í gegn á plötunni. „Við höfum lengi reynt að gera eitthvað nýtt og öðruvísi. Við ákváðum að If Not Now, When?, okkar sjöunda breiðskífa, yrði akkúrat svoleiðis,“ sagði söngvarinn Brandon Boyd. kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“