Fótbolti

Berlusconi: Balotelli hentar ekki AC Milan

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mario Balotelli hefur verið til vandræða hjá City.
Mario Balotelli hefur verið til vandræða hjá City. Nordic Photos/Getty Images
Forseti AC Milan og forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, hefur engan áhuga á að fá vandræðagemsann Mario Balotelli til liðsins. Orðrómur hefur verið uppi um að Milan muni gera tilboð í leikmanninn í sumar en Berlosconi er á öðru máli.

„Hann virðist vera utan við sig. Ég held að hann henti ekki stíl AC Milan,“ sagði hinn litríki Berlosconi við ítalska fjölmiðla í gær.

Milan er á góðri leið með að vera ítalskur meistari eftir að hafa rúllað yfir nágranna sína í Inter Milan í gærkvöldi, 3-0. Berlosconi vonast til að Milan verði ítalskur meistari í fyrsta sinn síðan 2004.

„Meistarar? Ég vona það en við eigum enn sjö leiki eftir af tímabilinu. Við eigum góðan möguleika á titlinum og sigurinn í nágrannaslagnum var mikilvægur,“ sagði hinn 74 ára Berlusconi sem hefur verið forseti AC Milan um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×