Innlent

Shoplifter fær Prins Eugen verðlaunin

Hrafnhildur Arnardóttir.
Hrafnhildur Arnardóttir.
Íslenska listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter, er meðal þeirra fimm listamanna, sem hljóta hin virtu sænsku Prins Eugen verðlaun í ár. Karl Gústaf Svíakonungur afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi í gær. Hrafnhildur hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi listsköpun.

Verðlaunin eru kennd við Prins Eugen sem lést fyrir rúmri hálfri öld, en hann var einn fremsti landslagsmálari Svía og málverkasafnari.

Í dag er Hrafnhildur með fyrirlestur í hinum virta Beckmans College of Design í Stokkhólmi.

Heimasíðu Shoplifter má nálgast  hér. Og upplýsingar um verðlaunin má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×