Lífið

Draumur rætist með smelli

„Við erum bara ósköp venjulegar stelpur sem höfum brennandi áhuga á tónlist," segir Ragnhildur Jónasdóttir, en hún og vinkona hennar, Margrét Rán, gáfu nýverið út sumarsmellinn „Það er komið sumar".

Lagið er komið í spilun á útvarpsstöðvunum FM 957 og Flass og þykir bæði grípandi og skemmtilegt. „Við fórum í spjall á FM 957 og þeim fannst lagið virkilega gott," segir Ragnhildur. Stöllurnar koma frá Keflavík og Hafnarfirði, en eru nýfluttar á Tryggvagötuna.

„Við kynntumst árið 2008 en fórum ekki að gera tónlist fyrr en bara á þessu ári. Þetta er búið að vera langþráður draumur hjá okkur og vonandi er hann að fara að rætast," segir Ragnhildur.

Emmsjé Gauti, sem gaf út sína fyrstu sólóplötu fyrir stuttu, rappar í laginu en platan hans hefur hlotið góða dóma.

Var ekkert mál að fá Emmsjé Gauta til þess að rappa með ykkur? „Nei það var það ekki. Ég held að hann hefði nú varla farið að rappa í laginu nema að honum þætti það skemmtilegt," segir Ragnhildur, sem sjálf er góður taktkjaftur.

„Það verður pottþétt beatbox í einhverju lagi frá okkur. Ég held að ég verði að pota því einhvers staðar inn."- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.