Fredrik elskar íslenska hönnun 1. júlí 2011 11:00 Hinn hálf íslenski Fredrik Ferrier, til vinstri, er með í raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea sem slegið hafa í gegn í bresku sjónvarpi. Hann er hrifinn af íslenskri hönnun og vill gjarnan klæðast íslenskum fatnaði í þáttunum. Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. „Það er frábært að við fáum að gera aðra seríu og greinilegt að við trekkjum áhorfendur að,“ segir hinn hálfíslenski Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem vekur athygli í breska raunveruleikaþættinum Made in Chelsea, en hann fékk nýverið að vita að þættirnir verða aftur á dagskrá í haust. „Við byrjum að skjóta næstu seríu í lok júlí. Það verða nýir karakterar kynntir til sögunnar og ég held að það verði meiri dramatík núna,“ segir Fredrik en fyrsta sería þáttanna fór mjög vel af stað og um hálf milljón Breta fylgdist með Fredrik og félögum þegar mest lét. „Við vissum að þátturinn fór vel af stað en bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum,“ segir Fredrik sem þessa dagana slakar á í sumarfríi og ætlar að kíkja til Íslands einhverja daga í júlí. Raunveruleikaþættirnir varpa ljósi á líf ungs fólk í Chelsea-hverfi Lundúnaborgar en þar eru hraðskreiðir bílar, kampavín og dramatík hluti af hverdagsleikanum. Faðir Fredriks er íslenskur og móðir hans ensk og Fredrik ber sterkar taugar til landsins. Meðal annars hefur hann klæðst íslenskri hönnun í sjónvarpinu og vill gera meira af því í næstu seríu. „Mér finnst íslensk tíska mjög flott og Íslendingar almennt með mjög flottan fatastíl. Systir mín, sem býr á Íslandi, sendi mér nokkra boli frá íslenska merkinu Forynju fyrr í sumar og ég hef verið í þeim í þáttunum og hafa þeir vakið athygli. Einnig gaf hún með bol með áletruninni „Ég tala ekki íslensku“ sem mér finnst mjög flottur.“ Fredrik hefur ekki hugsað sér að leiðast út í leiklistina í kjölfar þáttanna. Hann ætlar að nýta frægðina í Bretlandi til að koma tónlist sinni á framfæri. Fredrik spilar á píanó og leikur allt frá rómantískum ballöðum til klassískra tónverka. „Milli þess sem ég slaka á í sumarfríi nýti ég tímann til að glamra á píanóið og æfa mig. Ég hef spilað nokkrum sinnum í þáttunum og hlotið hrós frá áhorfendum fyrir,“ segir Fredrik en hægt er að fylgjast með ferðum hans á samskiptasíðunni Twitter. Slóðin er twitter.com/#!/FredrikFerrier. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira
Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. „Það er frábært að við fáum að gera aðra seríu og greinilegt að við trekkjum áhorfendur að,“ segir hinn hálfíslenski Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem vekur athygli í breska raunveruleikaþættinum Made in Chelsea, en hann fékk nýverið að vita að þættirnir verða aftur á dagskrá í haust. „Við byrjum að skjóta næstu seríu í lok júlí. Það verða nýir karakterar kynntir til sögunnar og ég held að það verði meiri dramatík núna,“ segir Fredrik en fyrsta sería þáttanna fór mjög vel af stað og um hálf milljón Breta fylgdist með Fredrik og félögum þegar mest lét. „Við vissum að þátturinn fór vel af stað en bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum,“ segir Fredrik sem þessa dagana slakar á í sumarfríi og ætlar að kíkja til Íslands einhverja daga í júlí. Raunveruleikaþættirnir varpa ljósi á líf ungs fólk í Chelsea-hverfi Lundúnaborgar en þar eru hraðskreiðir bílar, kampavín og dramatík hluti af hverdagsleikanum. Faðir Fredriks er íslenskur og móðir hans ensk og Fredrik ber sterkar taugar til landsins. Meðal annars hefur hann klæðst íslenskri hönnun í sjónvarpinu og vill gera meira af því í næstu seríu. „Mér finnst íslensk tíska mjög flott og Íslendingar almennt með mjög flottan fatastíl. Systir mín, sem býr á Íslandi, sendi mér nokkra boli frá íslenska merkinu Forynju fyrr í sumar og ég hef verið í þeim í þáttunum og hafa þeir vakið athygli. Einnig gaf hún með bol með áletruninni „Ég tala ekki íslensku“ sem mér finnst mjög flottur.“ Fredrik hefur ekki hugsað sér að leiðast út í leiklistina í kjölfar þáttanna. Hann ætlar að nýta frægðina í Bretlandi til að koma tónlist sinni á framfæri. Fredrik spilar á píanó og leikur allt frá rómantískum ballöðum til klassískra tónverka. „Milli þess sem ég slaka á í sumarfríi nýti ég tímann til að glamra á píanóið og æfa mig. Ég hef spilað nokkrum sinnum í þáttunum og hlotið hrós frá áhorfendum fyrir,“ segir Fredrik en hægt er að fylgjast með ferðum hans á samskiptasíðunni Twitter. Slóðin er twitter.com/#!/FredrikFerrier. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira