Hallar á hlut kvenna í íslenskum kennslubókum Erla Hlynsdóttir skrifar 7. september 2011 20:28 Námsgagnastofnun ætlar að endurskoða sögubækur fyrir grunnskólanema eftir að rannsókn Jafnréttisstofu leiddi í ljós að verulega hallar á hlut kvenna í bókunum. Dæmi eru um að engin kona sé nefnd í atriðisorðaskrá í kennslubókum. Þær bækur sem verst koma út í rannsókn Jafnréttisstofu eru Sögueyjan 1 og 2. Þetta eru nýjustu sögubækur Námsgagnastofnunar, gefnar út árið 2009 og 2010. Fimm konur fundust þó í þessum bókum. Kristín Linda Jónsdóttir, háskólanemi og starfsmaður Jafnréttisstofu, bendir á að þar er til dæmis mynd af Guðrúnu Ósvífursdóttur ásamt hinum fleygu orðum hennar: „Þeim var ég verst er ég unni mest". Kristín segir að hinar konurnar fjórar komi fyrir, til dæmis vegna þess að það eru birt ljóð eftir þær í bókunum og undirskrift þeirra er undir ljóðunum.„Óásættanlegt" „Þannig að þetta er náttúrulega alveg óásættanlegt að það sé verið að kenna börnunum okkar Íslandssöguna, frá landnámi til dagsins í dag, og kvenna er ekki getið," segir hún. Kristín Linda Jónsdóttir skoðaði allar þær ellefu námsbækur sem kenndar eru tíu til tólf ára börnum í sögu, með tilliti til birtingarmynda kynjanna. Hún sýnir fréttamanni atriðisorðaskrá úr Sögueyjunni 1. „Það er Ari, Árni, Árni, Bjarni, Björgvin, Björn. Svo er reyndar eitt sem mér finnst mjög sláandi, að hér, við hliðna á orðum eins og knerrir, kemur orðið konur, eins og þær séu eitthvað sérstakt fyrirbæri," segir hún og bendir á orðið „konur". Orðið „karlar" er hvergi að finna í atriðisorðaskránni. Kristín rannsakaði sögurbækur grunnskólanema í sumar á vegum Jafnréttisstofu. Hún komst að því að staðan er örlítið betri í eldri sögubókum, en heilt yfir er hún almennt mjög slæm þegar kemur að hluti kvenna.Eiginkonur, mæður og dætur Flestar nafngreindar konur í sögubókum eru kynntar sem eiginkonur, mæður og dætur, á meðan karlar eru flestir höfðingjar eða goðorðsmenn. Að mati Kristínar Lindu staðfesta og viðhalda sögubækurnar gömlum staðalmyndum og beita þöggun í stað þess að nýta þá þekkingu sem orðið hefur til á undanförnum áratugum um sögu kynjanna, sérstaklega kvenna. Meðal þess sem Kristín Linda leggur til er að talað sé um landnámshjónin Ingólf og Hallveigu, í stað þess að tala aðeins um landnámsmanninn Ingólf Arnarson. Hallveigarstaðir í Reykjavík eru nefndir eftir Hallveigu Fróðadóttur, eiginkonu Ingólfs.Erfiður málaflokkur Námsgagnastofnun gefur út allar þær ellefu sögubækur sem kenndar eru á miðstigi í grunnskólum, og rannsóknin tók til. Ingibjörg Ástgeirsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að þær verði teknar til endurskoðunar, þá sérstaklega bækurnar um Sögueyjuna. „Já, já. Við munum fara yfir þær. Þetta er þriggja bóka sería, þriðja bókin er enn ekki komin út þannig að við höfum tækifæri til að fara vel yfir hana og skoða hvort það er rúm fyrir fleiri konur þar, en við munum líka taka hinar tvær bækurnar til endurskoðunar," segir Ingibjörg Hún telur að vissulega megi gera betur á sumum stöðum. Hins vegar líti hún svo á að þarna sé ráðist að efni þar sem erfitt sé um vik að breyta miklu. „Við getum ekki skrifað Íslandssögu þar sem konur og karlar fá jafnan hlut. Sagan er ekki þannig," segir hún. Ingibjörg tekur fram að starfsmenn Námsgagnastofnunar hafi ákveðna jafnréttisstefnu til hliðsjónar í sínum störfum og að innan stofnunarinnar sé lögð áhersla á jafnrétti kynjanna.Ráðherra lítur málið alvarlegum augum Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir helgina. Ráðherra lítur málið alvarlegum augum. Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ráðherra líti niðurstöðurnar alvarlegum augum. Málið er enn á byrjunarstigi innan ráðuneytisins en Elías Jón segir að kannað verði hvernig það getur gerst að svo mjög halli á konur í sögubókum og að gripið verði til ráðstafana til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.Hlusta á útvarpsfréttHorfa á sjónvarpsfrétt Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Námsgagnastofnun ætlar að endurskoða sögubækur fyrir grunnskólanema eftir að rannsókn Jafnréttisstofu leiddi í ljós að verulega hallar á hlut kvenna í bókunum. Dæmi eru um að engin kona sé nefnd í atriðisorðaskrá í kennslubókum. Þær bækur sem verst koma út í rannsókn Jafnréttisstofu eru Sögueyjan 1 og 2. Þetta eru nýjustu sögubækur Námsgagnastofnunar, gefnar út árið 2009 og 2010. Fimm konur fundust þó í þessum bókum. Kristín Linda Jónsdóttir, háskólanemi og starfsmaður Jafnréttisstofu, bendir á að þar er til dæmis mynd af Guðrúnu Ósvífursdóttur ásamt hinum fleygu orðum hennar: „Þeim var ég verst er ég unni mest". Kristín segir að hinar konurnar fjórar komi fyrir, til dæmis vegna þess að það eru birt ljóð eftir þær í bókunum og undirskrift þeirra er undir ljóðunum.„Óásættanlegt" „Þannig að þetta er náttúrulega alveg óásættanlegt að það sé verið að kenna börnunum okkar Íslandssöguna, frá landnámi til dagsins í dag, og kvenna er ekki getið," segir hún. Kristín Linda Jónsdóttir skoðaði allar þær ellefu námsbækur sem kenndar eru tíu til tólf ára börnum í sögu, með tilliti til birtingarmynda kynjanna. Hún sýnir fréttamanni atriðisorðaskrá úr Sögueyjunni 1. „Það er Ari, Árni, Árni, Bjarni, Björgvin, Björn. Svo er reyndar eitt sem mér finnst mjög sláandi, að hér, við hliðna á orðum eins og knerrir, kemur orðið konur, eins og þær séu eitthvað sérstakt fyrirbæri," segir hún og bendir á orðið „konur". Orðið „karlar" er hvergi að finna í atriðisorðaskránni. Kristín rannsakaði sögurbækur grunnskólanema í sumar á vegum Jafnréttisstofu. Hún komst að því að staðan er örlítið betri í eldri sögubókum, en heilt yfir er hún almennt mjög slæm þegar kemur að hluti kvenna.Eiginkonur, mæður og dætur Flestar nafngreindar konur í sögubókum eru kynntar sem eiginkonur, mæður og dætur, á meðan karlar eru flestir höfðingjar eða goðorðsmenn. Að mati Kristínar Lindu staðfesta og viðhalda sögubækurnar gömlum staðalmyndum og beita þöggun í stað þess að nýta þá þekkingu sem orðið hefur til á undanförnum áratugum um sögu kynjanna, sérstaklega kvenna. Meðal þess sem Kristín Linda leggur til er að talað sé um landnámshjónin Ingólf og Hallveigu, í stað þess að tala aðeins um landnámsmanninn Ingólf Arnarson. Hallveigarstaðir í Reykjavík eru nefndir eftir Hallveigu Fróðadóttur, eiginkonu Ingólfs.Erfiður málaflokkur Námsgagnastofnun gefur út allar þær ellefu sögubækur sem kenndar eru á miðstigi í grunnskólum, og rannsóknin tók til. Ingibjörg Ástgeirsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að þær verði teknar til endurskoðunar, þá sérstaklega bækurnar um Sögueyjuna. „Já, já. Við munum fara yfir þær. Þetta er þriggja bóka sería, þriðja bókin er enn ekki komin út þannig að við höfum tækifæri til að fara vel yfir hana og skoða hvort það er rúm fyrir fleiri konur þar, en við munum líka taka hinar tvær bækurnar til endurskoðunar," segir Ingibjörg Hún telur að vissulega megi gera betur á sumum stöðum. Hins vegar líti hún svo á að þarna sé ráðist að efni þar sem erfitt sé um vik að breyta miklu. „Við getum ekki skrifað Íslandssögu þar sem konur og karlar fá jafnan hlut. Sagan er ekki þannig," segir hún. Ingibjörg tekur fram að starfsmenn Námsgagnastofnunar hafi ákveðna jafnréttisstefnu til hliðsjónar í sínum störfum og að innan stofnunarinnar sé lögð áhersla á jafnrétti kynjanna.Ráðherra lítur málið alvarlegum augum Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir helgina. Ráðherra lítur málið alvarlegum augum. Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ráðherra líti niðurstöðurnar alvarlegum augum. Málið er enn á byrjunarstigi innan ráðuneytisins en Elías Jón segir að kannað verði hvernig það getur gerst að svo mjög halli á konur í sögubókum og að gripið verði til ráðstafana til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.Hlusta á útvarpsfréttHorfa á sjónvarpsfrétt
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira