Innlent

Mest sæði sent úr Grábotna

Eitthvað gæti Grábotni átt þarna, svona miðað við afköst.
Fréttablaðið/Vilhelm
Eitthvað gæti Grábotni átt þarna, svona miðað við afköst. Fréttablaðið/Vilhelm
Lokadagur vertíðar sauðfjársæðingastöðva var í gær, að því er fram kemur á vef Landssambands sauðfjárbænda.

Fram kemur að á yfirstandandi vertíð hafi alls verið sendir út sæðisskammtar í 44.000 ær sem þýði rúmlega 30.000 ær sæddar. „Mest sæði var sent úr Grábotna 06-833, eða tæplega 2.600 skammtar. Á þeim þremur árum sem Grábotni hefur verið á stöð er því búið að senda út úr honum 7.500 sæðisskammta.“

Undanfarin ár eru um 800 bændur sagðir hafa nýtt sér sauðfjársæðingar að einhverju leyti.

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×