Innlent

Á skilorð eftir árásir og hótanir

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn á skilorð.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn á skilorð.
Karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast með ofbeldi á þáverandi sambýliskonu sína, hrinda henni í gólfið, kýla hana fyrir framan tveggja ára barn hennar og sparka nokkrum sinnum í maga hennar. Bótakröfu konunnar var vísað frá dómi.

Maðurinn réðst tvisvar á konuna. Í síðara skiptið lét hann ekki af misþyrmingunum fyrr en lítið barn hennar fór að gráta.

Konan hlaut af þessu margvíslega áverka, bólgur, blóðnasir og verki, auk þess sem hún gat ekki hreyft aðra öxlina.

Hann lét ekki þar við sitja heldur hringdi í konuna og hótaði henni handrukkara vegna meintrar skuldar hennar við sig að upphæð 120 þúsund krónur. Konan tilkynnti lögreglu um atvikið sama dag.

Dómurinn leit til þess að maðurinn hefði ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi fyrr. Þá hefði hann játað athæfið gegn konunni og var hvort tveggja virt honum til refsilækkunar. Bótakröfu hennar upp á 1,5 milljónir var vísað frá þar sem krafan var sögð vanreifuð.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×