Innlent

Fróaði sér fyrir framan stúlknahóp

Héraðsdómi Reykjavíkur þótti framburður mannsins ótrúverðugur.
Héraðsdómi Reykjavíkur þótti framburður mannsins ótrúverðugur.
Hálfsextugur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að fróa sér fyrir framan hóp stúlkna á 14. og 15. aldursári í Elliðaárdal.

Fimmtudaginn 15. júlí 2010, barst lögreglu tilkynning um að karlmaður væri að fróa sér fyrir framan hóp stúlkna í Elliðaárdal. Er lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir mann, sem svaraði til lýsingar þess er hringdi í lögreglu, sitjandi á bekk á svæðinu. Lögreglumenn ræddu við þrjú ungmenni, sem sátu á grasbala við fossinn, sem sögðust hafa orðið vör við að eldri karlmaður, sem lá í grasinu skammt frá þeim, hefði farið með hendur undir buxur sínar og farið að fróa sér, en gengið svo á brott. Bentu þau öll á ákærða, þar sem hann sat á bekknum, og sögðu hann vera manninn sem þetta gerði. Þrjár stúlkur til viðbótar höfðu séð þetta til mannsins.

Maðurinn kvaðst við yfirheyrslur hafa verið að nudda á sér fæturna þar sem hann væri með fótaóeirð. Þá kvaðst hann líka þjást af ristilkrampa og hefði hann verið frekar slæmur þennan dag. Hann hefði því farið með hönd undir bol sem hann var í og hnoðað eða hrist magann til að mýkja ristilinn.

Þetta þótti dóminum harla ósennilegt.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×