Innlent

TF-SIF kemur heim - þurftu að færa jólatréð í flugskýlinu

Sindri Steingrímsson flugrekstrarstjóri og Jón Erlendsson flugvirki voru snöggir að leysa vandamálið.
Sindri Steingrímsson flugrekstrarstjóri og Jón Erlendsson flugvirki voru snöggir að leysa vandamálið. MYND / LHG.IS
TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær eftir tveggja mánaða fjarveru við verkefni á vegum landamærastofnunar Evrópusambandsins að því er fram kemur á heimasíðu gæslunnar.

Var flugvélin við eftirlit á Miðjarðarhafi og Eyjahafi en gert var út frá ítölsku borginni Brindisi.

Áhöfn flugvélarinnar var að vonum ánægð með að vera komin heim og í jólastemmninguna. Ekki spillti fyrir ánægjunni góður árangur síðastliðinna tveggja mánaða, því á tímabilinu hefur áhöfn flugvélarinnar fundið báta og fleytur með alls 267 flóttamönnum sem síðan var komið til bjargar og aðstoðar með varðskipum og björgunarbátum á svæðinu.

Ekki gekk áfallalaust fyrir sig að leggja vélinni í flugskýli gæslunnar, en fallega skreytt jólatré var þar fyrir. Starfsmenn gæslunnar eru þó úrræðasamir og færu tréð eins og sjá má á myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×