Innlent

Launalækkanir ráðamanna afnumdar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ákvörðun um að nema launalækkanirnar úr gildi var tekin í gær.
Ákvörðun um að nema launalækkanirnar úr gildi var tekin í gær. mynd/ gva.
Kjararáð ákvað í gær að draga til baka allar þær launalækkanir sem ráðist var í fyrst eftir bankahrunið. Ákvörðun ráðsins er tekin á grundvelli heimildar frá Alþingi. Samkvæmt ákvörðuninni um launalækkunina sem tekin var haustið 2008 var kjararáði gert að lækka laun alþingismanna og ráðherra um 5-15% og lækka í kjölfarið laun annarra sem undir ráðið heyra til samræmis. Nú hefur sú ákvörðun verið numin úr gildi og er sú ákvörðun afturvirk til 1. október síðastliðins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×