Innlent

Harður árekstur á Akureyri

Harður árekstur varð á gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu á Akureyri um hálf átta leytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er talið að ökumaður annars bílsins hafi ekki virt biðskyldu. Þrír voru í öðrum bílnum og einn í hinum. Einn kvartaði yfir eymslum og ætlaði að leita til læknis í fyrramálið en annar bíllinn er mikið skemmdur og þurfti að draga hann burt með kranabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×