Texas Rangers vann í nótt sinn annan sigur í röð í World Series-úrslitarimmunni í bandaríska hafnaboltanum. Liðið er þar með komið með 3-2 forystu gegn St. Louis Cardinals og þarf bara einn sigur til viðbótar til að landa titlinum.
Leik liðanna í nótt lauk með 4-2 sigri Rangers. Cardinals komst reyndar 2-0 yfir í leiknum en Mike Napoli var hetja Rangers. Hann átti högg í áttundu lotu sem skilaði liðinu tveimur stigum og dugði það til sigurs.
Liðin halda nú til St. Louis þar sem þau mætast aftur aðfaranótt fimmtudags. Rangers dugir einn sigur sem fyrr segir en oddaleikurinn fer einnig fram í St. Louis ef Kardinálarnir ná að knýja hann fram.
Rangers bara einum sigri frá titlinum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn
