Innlent

Meira mjólkað í ár en í fyrra

Mynd/Stefán Karlsson
Mjólkurframleiðsla á Íslandi fyrstu ellefu mánuði ársins er örlítið meiri en á sama tíma í fyrra, eða sem nemur 0,7 prósentum. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu landsambands kúabænda.

Samkvæmt yfirliti frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði nam innvegin mjólk í síðasta mánuði 9,8 milljónum lítra en á sama tíma í fyrra voru 9,3 milljónir lítra innvegnir til afurðastöðvanna og nemur aukningin í ár í nóvember því 5,1%.

Framan af árinu var heildarframleiðsla kúabúanna nokkuð undir framleiðslu síðasta árs en síðustu fjórir mánuðir hafa allir verið verulega mikið yfir sömu mánuðum árisins 2010. Fyrstu 11 mánuði ársins nam framleiðslan 114,1 milljón lítrum en í fyrra nam hún 113,3 milljónum lítra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×