Innlent

Syngur sína síðustu jólamessu

Karl Sigurbjörnsson syngur sína síðustu jólamessu.
Karl Sigurbjörnsson syngur sína síðustu jólamessu.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, syngur sína síðustu jólamessu í embætti nú um þessi jól. Karl gerir þetta að umtalsefni í jólakveðju sem hann sendi starfsfólki kirkjunnar í morgun.

„Við hjónin minnumst Guði þakklát liðinna jóla og genginna ára. Andlit svo ótal margra sem hlýrri birtu stafar af koma fyrir sálarsjónir. Það er óumræðilegt þakkarefni að hafa fengið að kynnast góðu fólki sem bætt hefur lífið og gert bjartara. Alla vináttu og góðvild fyrr og síðar þökkum við af alhug og biðjum Guð að launa það allt og blessa," segir Karl í kveðju sinni.

Í kveðju sinni minnist hann einnig sinnar fyrstu jólamessu sem hann söng árið 1973. „Þá var dimmt yfir eyjunum og altaristaflan þakin sóti af völdum kertareyks kynslóðanna og öskufallsins. En ásjóna hinnar heilögu fjölskyldu ljómaði gegnum sortann," segir Karl í kveðjunni. Sem kunnugt er hófst Vestmannaeyjagosið í janúar 1973.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×