Innlent

Handrukkari í þriggja ára fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árásin var gerð á Akureyri.
Árásin var gerð á Akureyri.
Gestur Hrafnkell Kristmundsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi í dag fyrir stórfellda líkamsárás, frelsissviptingu og tilraun til fjárkúgunar. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda árásarinnar um 1,5 milljón í miskabætur.

Árásin var gerð á Akureyri í ágúst 2009 og segir í dómi Hæstaréttar að hún hafi verið hrottafengin og langvinn, en maðurinn sem ráðist var á var sviptur frelsi í hálfan sólarhring. Árásarmennirnir voru tveir, og Gestur annar þeirra. Hæstiréttur segir að háttsemi Gests beri þess augljós merki að um svonefnda handrukkun hafi verið að ræða, en árásarmennirnir hafi veitt fórnarlambinu trekað högg og spörk þannig að sem mestur sársauki hlytist af án beinbrota eða viðlíka áverka.

Gestur var dæmdur í 20 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 3. mars síðastliðinn og Hæstiréttur hefur því þyngt refsinguna um 16 mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×